Helgi: Var ekki lengi að svara Heimi Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar 5. ágúst 2016 13:38 Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla. Vísir/Jóhanna Helgi Kolviðsson er nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en það var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun. Helgi er 44 ára fyrrum landsliðsmaður sem hóf ferilinn hér á Íslandi með ÍK og HK áður en hann hélt til Þýskalands árið 1995. Hann hefur búið ytra síðan þá en eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2007 hefur hann starfað sem þjálfari félagsliða bæði í Þýskalandi og Austurríki. „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þetta. Það er heiður fyrir mig að geta unnið fyrir KSÍ og íslenska landlsiðið,“ sagði Helgi sem hefur lengi búið og starfað í Þýskalandi og Austurríki en hann verður áfram búsettur ytra. Hann mun ekki taka að sér önnur störf með félagsliðum og einbeita sér algjörlega að íslenska landsliðinu. „Það er gaman að koma aftur inn í íslenskt starfsumhverfi. Allt það sem hefur einkennt íslenska landsliðið - hvernig liðið spilaði, baráttuandinn, karakterinn og hvernig þjóðin og áhorfendur voru - allt eru þetta atriði sem ég hef reynt að koma inn í þau félagslið sem ég hef verið með,“ segir Helgi. „Þetta er bara jákvætt og mér líst rosalega vel á þetta. Ég var ekki lengi að svara Heimi þegar hann spurði mig að þessu,“ segir Helgi sem segir að nú þurfi að skilja við ævintýrið í Frakklandi og byrja upp á nýtt. „Það er bara búið og nú er það næsta keppni sem gildir. Okkar hlutverk er að bæta okkur á mörgum sviðum enda er það þannig í fótbolta að það er alltaf hægt að bæta sig.“ „Við viljum halda áfram að gera það sem við gerðum vel og halda áfram að bæta okkur,“ segir Helgi sem segir að hann hafi notið góðs af því að starfa með íslenska landsliðinu í Frakklandi. „Það gaf mér mikið að sjá hvernig Lars og Heimir voru að vinna. Þeir voru með mjög skýrar línur og allir leikmenn voru með sín hlutverk algjörlega á hreinu.“ „Margir þjálfarar annarra liða voru gagnrýndir fyrir að breyta liðum þeirra mikið á milli leikja en þetta kerfi sem Ísland var með gekk upp og skilaði árangri. Það er því lítil ástæða til að breyta til.“ Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé hrifinn af leikkerfinu 4-4-2 sem Ísland hefur notast við undanfarin ár. „System er system. Það eru mismunandi áherslur með öllum kerfum og ef leikmönnum líður vel í því þá er það hið besta mál.“ Ísland er í riðli með Finnlandi, Kósóvó, Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 og Helgi segir ljóst að það verði erfitt verkefni að koma okkar mönnum alla leið til Rússlands. „Þetta er rosalega erfiður riðill. Úkraína skoraði ekki mark í Frakklandi í sumar en spilaði samt mjög vel. Það er ekkert lið sem við höfum efni á að vanmeta og geta allir unnið alla í þessum riðli.“ Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Úkraínu ytra þann 5. september. Fótbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Helgi Kolviðsson er nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en það var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun. Helgi er 44 ára fyrrum landsliðsmaður sem hóf ferilinn hér á Íslandi með ÍK og HK áður en hann hélt til Þýskalands árið 1995. Hann hefur búið ytra síðan þá en eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2007 hefur hann starfað sem þjálfari félagsliða bæði í Þýskalandi og Austurríki. „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þetta. Það er heiður fyrir mig að geta unnið fyrir KSÍ og íslenska landlsiðið,“ sagði Helgi sem hefur lengi búið og starfað í Þýskalandi og Austurríki en hann verður áfram búsettur ytra. Hann mun ekki taka að sér önnur störf með félagsliðum og einbeita sér algjörlega að íslenska landsliðinu. „Það er gaman að koma aftur inn í íslenskt starfsumhverfi. Allt það sem hefur einkennt íslenska landsliðið - hvernig liðið spilaði, baráttuandinn, karakterinn og hvernig þjóðin og áhorfendur voru - allt eru þetta atriði sem ég hef reynt að koma inn í þau félagslið sem ég hef verið með,“ segir Helgi. „Þetta er bara jákvætt og mér líst rosalega vel á þetta. Ég var ekki lengi að svara Heimi þegar hann spurði mig að þessu,“ segir Helgi sem segir að nú þurfi að skilja við ævintýrið í Frakklandi og byrja upp á nýtt. „Það er bara búið og nú er það næsta keppni sem gildir. Okkar hlutverk er að bæta okkur á mörgum sviðum enda er það þannig í fótbolta að það er alltaf hægt að bæta sig.“ „Við viljum halda áfram að gera það sem við gerðum vel og halda áfram að bæta okkur,“ segir Helgi sem segir að hann hafi notið góðs af því að starfa með íslenska landsliðinu í Frakklandi. „Það gaf mér mikið að sjá hvernig Lars og Heimir voru að vinna. Þeir voru með mjög skýrar línur og allir leikmenn voru með sín hlutverk algjörlega á hreinu.“ „Margir þjálfarar annarra liða voru gagnrýndir fyrir að breyta liðum þeirra mikið á milli leikja en þetta kerfi sem Ísland var með gekk upp og skilaði árangri. Það er því lítil ástæða til að breyta til.“ Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé hrifinn af leikkerfinu 4-4-2 sem Ísland hefur notast við undanfarin ár. „System er system. Það eru mismunandi áherslur með öllum kerfum og ef leikmönnum líður vel í því þá er það hið besta mál.“ Ísland er í riðli með Finnlandi, Kósóvó, Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 og Helgi segir ljóst að það verði erfitt verkefni að koma okkar mönnum alla leið til Rússlands. „Þetta er rosalega erfiður riðill. Úkraína skoraði ekki mark í Frakklandi í sumar en spilaði samt mjög vel. Það er ekkert lið sem við höfum efni á að vanmeta og geta allir unnið alla í þessum riðli.“ Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Úkraínu ytra þann 5. september.
Fótbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira