Búvörusamningar munu breytast Snærós Sindradóttir skrifar 11. júlí 2016 07:00 Bændur samþykktu búvörusamninga með afgerandi hætti í vor. Nú er mikil óvissa um framhald samninganna en ljóst er að Alþingi mun breyta þeim að einhverju leyti. vísir/anton brink Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. Búvörusamningar Bændasamtaka Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins voru undirritaðir í febrúar á þessu ári. Boðað hefur verið til kosninga í haust en búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins leggja áherslu á að klára fyrst. Það sem einna helst hefur verið gagnrýnt þegar kemur að samningunum er langur samningstími, en þeir eiga að gilda í tíu ár með tveimur endurskoðunum á samningstímanum. Samkvæmt samningunum verður hægt á afnámi beingreiðslna til sauðfjárbænda og sérstakur býlisstuðningur tekinn upp. Magntollar á osti verða færðir til þess sem þeir voru árið 1995. Samkvæmt Viðskiptaráði Íslands jafngildir það hækkun úr 480 krónum á kílóið í rúmar 1.000 krónur á kílóið fyrir erlenda osta. Þetta samræmist ekki nýjum tollasamningi Íslands við Evrópusambandið. Sá samningur gerir ráð fyrir að tollfrjáls innflutningskvóti á ostum verði aukinn verulega. Þegar tollasamningurinn var kynntur sagði Gunnar Bragi Sveinsson, sem þá var utanríkisráðherra en er nú landbúnaðarráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast.“Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTollasamningurinn er líka umdeildur á Alþingi. Þann 15. júní síðastliðinn birtist grein á vef Bændablaðsins eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmann VG, þar sem hún segir tollasamninginn ógna landbúnaði og byggðaþróun. „Við Vinstri græn viljum verja íslenska landbúnaðarframleiðslu og teljum að með þeim tollasamningi sem hér liggur fyrir sé verið að ógna landbúnaðarframleiðslu í landinu, og ekki bara henni heldur líka ótal atvinnugreinum sem starfa til hliðar við frumframleiðslu í landbúnaði.“ Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki munu samþykkja samninginn óbreyttan. Það sem vekur athygli í ræðum hans á Alþingi um búvörusamninga er að svo virðist sem Steingrími þyki samningarnir ekki ganga nógu langt. Hann kallar eftir auknum stuðningi og talar mikið um bága stöðu sauðfjárbænda. En svo segir hann: „Það er ekki hægt að sleppa því að ræða tollasamninginn í tengslum við þetta [...] Heyrast þær sögur úr stjórnarflokkunum að þetta tvennt sé algerlega samtvinnað. Annar flokkurinn muni ekki greiða götu búvörusamninganna nema tollasamningurinn komi með eða öfugt. Er það svo, hæstvirtur ráðherra? Er það hinn pólitíski díll?“Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og margir samflokksmenn hans um búvörusamninga. „Ég hef áhyggjur af því að verið sé að stefna í hættu þeim árangri sem við náðum í hagræðingunni. Mér finnst að úrvinnslan eigi að vera eins og aðrar greinar undir samkeppnislögum og mér finnst að við ættum að setja okkur metnaðarfyllri markmið þegar kemur að þessari atvinnugrein varðandi gæði og heilnæmi vörunnar. Síðan verðum við að skoða þessi mál í samhengi við tollasamninginn við ESB. Ég hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að ég er mjög ósáttur við búvörusamningana eins og þeir liggja fyrir.“ Hann muni gera hvað hann getur til að fá þeim breytt, segir hann.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á nýjum búvörusamningum í meðförum Alþingis. Samtöl Fréttablaðsins við þingmenn benda til þess að ekki sé meirihluti fyrir samningunum eins og þeir liggja fyrir nú en margir stjórnarþingmenn segjast ekki munu samþykkja þá að óbreyttu. Búvörusamningar Bændasamtaka Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins voru undirritaðir í febrúar á þessu ári. Boðað hefur verið til kosninga í haust en búvörusamningarnir eru eitt þeirra stóru mála sem þingmenn Framsóknarflokksins leggja áherslu á að klára fyrst. Það sem einna helst hefur verið gagnrýnt þegar kemur að samningunum er langur samningstími, en þeir eiga að gilda í tíu ár með tveimur endurskoðunum á samningstímanum. Samkvæmt samningunum verður hægt á afnámi beingreiðslna til sauðfjárbænda og sérstakur býlisstuðningur tekinn upp. Magntollar á osti verða færðir til þess sem þeir voru árið 1995. Samkvæmt Viðskiptaráði Íslands jafngildir það hækkun úr 480 krónum á kílóið í rúmar 1.000 krónur á kílóið fyrir erlenda osta. Þetta samræmist ekki nýjum tollasamningi Íslands við Evrópusambandið. Sá samningur gerir ráð fyrir að tollfrjáls innflutningskvóti á ostum verði aukinn verulega. Þegar tollasamningurinn var kynntur sagði Gunnar Bragi Sveinsson, sem þá var utanríkisráðherra en er nú landbúnaðarráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast.“Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTollasamningurinn er líka umdeildur á Alþingi. Þann 15. júní síðastliðinn birtist grein á vef Bændablaðsins eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmann VG, þar sem hún segir tollasamninginn ógna landbúnaði og byggðaþróun. „Við Vinstri græn viljum verja íslenska landbúnaðarframleiðslu og teljum að með þeim tollasamningi sem hér liggur fyrir sé verið að ógna landbúnaðarframleiðslu í landinu, og ekki bara henni heldur líka ótal atvinnugreinum sem starfa til hliðar við frumframleiðslu í landbúnaði.“ Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki munu samþykkja samninginn óbreyttan. Það sem vekur athygli í ræðum hans á Alþingi um búvörusamninga er að svo virðist sem Steingrími þyki samningarnir ekki ganga nógu langt. Hann kallar eftir auknum stuðningi og talar mikið um bága stöðu sauðfjárbænda. En svo segir hann: „Það er ekki hægt að sleppa því að ræða tollasamninginn í tengslum við þetta [...] Heyrast þær sögur úr stjórnarflokkunum að þetta tvennt sé algerlega samtvinnað. Annar flokkurinn muni ekki greiða götu búvörusamninganna nema tollasamningurinn komi með eða öfugt. Er það svo, hæstvirtur ráðherra? Er það hinn pólitíski díll?“Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og margir samflokksmenn hans um búvörusamninga. „Ég hef áhyggjur af því að verið sé að stefna í hættu þeim árangri sem við náðum í hagræðingunni. Mér finnst að úrvinnslan eigi að vera eins og aðrar greinar undir samkeppnislögum og mér finnst að við ættum að setja okkur metnaðarfyllri markmið þegar kemur að þessari atvinnugrein varðandi gæði og heilnæmi vörunnar. Síðan verðum við að skoða þessi mál í samhengi við tollasamninginn við ESB. Ég hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að ég er mjög ósáttur við búvörusamningana eins og þeir liggja fyrir.“ Hann muni gera hvað hann getur til að fá þeim breytt, segir hann.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði