Grísalappalísa snýr aftur: Láta meiðslin ekki aftra sér Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. júlí 2016 09:00 Gunnar Ragnarsson þvertekur gjörsamlega fyrir það að Grísalappalísa verði eitthvað annað en frábærir á sviðinu þrátt fyrir meiðslin. Vísir/Eyþór Hljómsveitin Grísalappalísa hefur verið í fríi frá spilamennsku en þeir drengir ætla sér að koma þéttir til baka og munu byrja á því að gera allt vitlaust á tónlistarhátíðinni KEXPort í dag, laugardag þrátt fyrir meiðsli tveggja meðlima sveitarinnar. Fer ég ekki með rétt mál þegar ég segi að þið hafið ekkert verið að spila neitt rosalega mikið upp á síðkastið? „Nei, við höfum eiginlega ekki verið að spila neitt bara. Við fluttum lagið Bimbó hjá Gísla Marteini í vor og spreyttum okkur svo í Popppunkti en það er svona það helsta sem við höfum verið að gera á opinberum vettvangi. Það er af því að allir í bandinu búa á mismunandi stöðum – þannig að við hittumst alltaf bara á sumrin. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Stefnan hjá okkur í sumar er að taka upp næstu plötu sem verður tvöföld – okkar „best yet“. Við erum aðeins byrjaðir að taka upp, við sem erum hérna á Íslandi höfum verið að taka upp „demo“ í allt vor. Við erum að fara að leggjast í þetta á fullu núna – erum svona að stilla upp græjunum," segir Gunnar Ragnarsson söngvari sveitarinnar.Hljómsveitin Grísalappalísa fer á fullt í upptökur fyrir nýja plötu nú í sumar.Mynd/Daníel StarrasonÞannig að við getum búist við nýjum lögum á næstunni – fáum við kannski að heyra einhvern forsmekk af plötunni í KEXPortinu? „Það er óvíst, hver veit... kannski eitthvað pínku pons,“ segir Gunnar afar leyndardómsfullur, „annars verður örugglega meira af nýju efni á tónleikum síðar í sumar – við verðum að spila eitthvað í bænum um Verslunarmannahelgina – allaveganna á Innipúkanum“Orðið á götunni er að það hafi komið upp meiðsli innan sveitarinnar? „Já, hann Albert gítarleikari og pródúsent er ökklabrotinn. Hann verður líklega með fótinn lárétt á tónleikunum. Svo lenti ég reyndar sjálfur í smá ökklameiðslum um daginn... þannig að það eru meiðsli – en við erum eins og íslenska landsliðið, hörkum bara af okkur og sláum í gegn.“Þið verðið þá kannski eitthvað beyglaðir þarna á laugardaginn? „Alls ekki. Við verðum ekkert beyglaðir. Við verðum bara jafn þéttir og fyrr. Það þýðir ekki í „showbusiness“ að láta meiðsli aftra sér.“ Ásamt Grísalappalísu munu ellefu önnur bönd og tónlistarmenn koma fram á KEXPort – þar má nefna DJ Flugvél og geimskip, Mugison og Singapore Sling. KEXPort er haldið árlega til heiðurs bandarísku útvarpsstöðinni KEXP sem hefur verið einstaklega dugleg við að sækja Ísland heim allt frá árinu 2009 og kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk í Bandaríkjunum – og víðar í heiminum. Hátíðin fer fram í portinu fyrir aftan KEX hostel í dag, laugardag - og stendur frá tólf á hádegi og allt til miðnættis. Aðgangur er algjörlega ókeypis en fólk er hvatt til að mæta á skikkanlegum tíma til að fá pláss í portinu. Tónlist Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Grísalappalísa hefur verið í fríi frá spilamennsku en þeir drengir ætla sér að koma þéttir til baka og munu byrja á því að gera allt vitlaust á tónlistarhátíðinni KEXPort í dag, laugardag þrátt fyrir meiðsli tveggja meðlima sveitarinnar. Fer ég ekki með rétt mál þegar ég segi að þið hafið ekkert verið að spila neitt rosalega mikið upp á síðkastið? „Nei, við höfum eiginlega ekki verið að spila neitt bara. Við fluttum lagið Bimbó hjá Gísla Marteini í vor og spreyttum okkur svo í Popppunkti en það er svona það helsta sem við höfum verið að gera á opinberum vettvangi. Það er af því að allir í bandinu búa á mismunandi stöðum – þannig að við hittumst alltaf bara á sumrin. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Stefnan hjá okkur í sumar er að taka upp næstu plötu sem verður tvöföld – okkar „best yet“. Við erum aðeins byrjaðir að taka upp, við sem erum hérna á Íslandi höfum verið að taka upp „demo“ í allt vor. Við erum að fara að leggjast í þetta á fullu núna – erum svona að stilla upp græjunum," segir Gunnar Ragnarsson söngvari sveitarinnar.Hljómsveitin Grísalappalísa fer á fullt í upptökur fyrir nýja plötu nú í sumar.Mynd/Daníel StarrasonÞannig að við getum búist við nýjum lögum á næstunni – fáum við kannski að heyra einhvern forsmekk af plötunni í KEXPortinu? „Það er óvíst, hver veit... kannski eitthvað pínku pons,“ segir Gunnar afar leyndardómsfullur, „annars verður örugglega meira af nýju efni á tónleikum síðar í sumar – við verðum að spila eitthvað í bænum um Verslunarmannahelgina – allaveganna á Innipúkanum“Orðið á götunni er að það hafi komið upp meiðsli innan sveitarinnar? „Já, hann Albert gítarleikari og pródúsent er ökklabrotinn. Hann verður líklega með fótinn lárétt á tónleikunum. Svo lenti ég reyndar sjálfur í smá ökklameiðslum um daginn... þannig að það eru meiðsli – en við erum eins og íslenska landsliðið, hörkum bara af okkur og sláum í gegn.“Þið verðið þá kannski eitthvað beyglaðir þarna á laugardaginn? „Alls ekki. Við verðum ekkert beyglaðir. Við verðum bara jafn þéttir og fyrr. Það þýðir ekki í „showbusiness“ að láta meiðsli aftra sér.“ Ásamt Grísalappalísu munu ellefu önnur bönd og tónlistarmenn koma fram á KEXPort – þar má nefna DJ Flugvél og geimskip, Mugison og Singapore Sling. KEXPort er haldið árlega til heiðurs bandarísku útvarpsstöðinni KEXP sem hefur verið einstaklega dugleg við að sækja Ísland heim allt frá árinu 2009 og kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk í Bandaríkjunum – og víðar í heiminum. Hátíðin fer fram í portinu fyrir aftan KEX hostel í dag, laugardag - og stendur frá tólf á hádegi og allt til miðnættis. Aðgangur er algjörlega ókeypis en fólk er hvatt til að mæta á skikkanlegum tíma til að fá pláss í portinu.
Tónlist Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp