Ungfrú EM er enn í fullu fjöri þó strákarnir séu komnir heim Guðrún Ansnes skrifar 5. júlí 2016 10:33 Örnu Ýr var gert að klæða sig upp fyrir leik Íslands gegn Frökkum á sunnudag. Sem hún og gerði. Alla daga fer ég er í garðinn Europa Park og er í bíl í skrúðgöngu á leiðinni þangað. Sit þar með borðann minn og veifa til krakkanna,“ segir ungfrú EM, Arna Ýr Jónsdóttir, sem enn er í lukkunnar velstandi rétt hjá þýsku borginni Freiburg, sem einmitt er við landamæri Þýskalands og Frakklands, þar sem Evrópumeistaramótið í knattspyrnu fer fram. Íslenska karlalandsliðið sneri aftur heim í gær eftir frækna framgöngu á mótinu og má því segja að Arna Ýr standi vaktina fyrir Íslands hönd, verandi ungfrú EM. Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið þátttöku sinni á mótinu er Arna Ýr í blússandi stuði og nóg fyrir hana að gera.Arna Ýr hefur meira en nóg að gera við að árita fána og spjöld í skemmtigarðinum Europa Park.right„Ég kom hingað með það fyrir augum að vera í tvær vikur. Ég hef verið meðhöndluð eins og prinsessa allan tímann. Eftir að hafa verið í skrúðgöngunni fæ ég svo hádegismat, og fer aftur þaðan á minn bás þar sem risastórum skiltum með myndum af mér hefur verið komið fyrir. Þar sit ég og árita á spjöld með myndum af mér og fólk getur sömuleiðis fengið myndir af sér með mér. Á kvöldin, þegar leikir fara fram, er ég á aðalhótelinu á sviði að gefa áritanir og sé svo auk þess um happdrætti og fleira skemmtilegt,“ útskýrir Arna Ýr, alsæl með hlutverkið.Arna Ýr er ansi sleip í fimleikunum og getur því miðlað reynslunni áfram.Þú ert þá væntanlega komin í frægra manna tölu í Freiburg, svona miðað við áganginn? „Já, það má eiginlega segja það. Það koma allir æðislega vel fram við mig og ég fæ að upplifa allt það besta,“ segir hún glöð í bragði. Þó svo að Arna Ýr kunni býsna vel við þá prinsessulegu meðhöndlun sem hún fær, þá er hún afar ánægð með að fá tækifæri til að vera með svokallað „workshop“ sem ætluð eru börnum. „Ég fæ þá að kenna þeim ýmislegt, svo sem að mála, catwalking-námskeið og fimleika,“ bendir hún stolt á, en sjálf er Arna Ýr fimleikakennari og mikil íþróttakona. Þá er hún iðin við að grípa í pensilinn og er mikil listakona.Okkar konu leiðist ekki í Europa Park, þó ekki væri.En skyldi titillinn ungfrú EM skila henni einhverjum frekari tækifærum að lokinni EM dvölinni? „Já, ég hef fengið rosalega mikið af smærri verkefnum og myndatökum. Verkefni tengd Íslandi hreinlega hlaðast inn og mikið af ljósmyndurum sem bjóða mér verkefni. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt. Þá fannst mér einmitt mjög gaman að fá tækifæri til að senda kveðju til landsliðsins okkar fyrir leikinn á móti Frökkum. Eigendur Europa Park lögðu mikla áherslu á að ég myndi láta liðið vita að það ætti endilega að gera sér ferð í garðinn, þar sem allt yrði auðvitað í boði hússins. Maður finnur mikið fyrir því að allir elska Ísland núna.“Örnu Ýr þykir frábært að fá að mála með krökkunum, enda mikil listakona sjálf.En hvernig er stemningin núna þegar Ísland er dottið út? „Hún er enn þá rosalega góð. Allir tala svo rosalega fallega um Ísland. Ég var beðin um að fara í viðtal bæði fyrir og eftir leikinn og það eina sem rætt var um, var hversu frábært liðið er og hversu flottir íslensku stuðningsmennirnir voru,“ segir hún og ekki er annað að heyra en hún sé ansi stolt af samlöndum sínum. „Bróðir minn og kærasti eru að koma út til mín og við verðum hér saman þar til móti lýkur,“ segir hún að lokum, afar ánægð með lífið. Tengdar fréttir Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Alla daga fer ég er í garðinn Europa Park og er í bíl í skrúðgöngu á leiðinni þangað. Sit þar með borðann minn og veifa til krakkanna,“ segir ungfrú EM, Arna Ýr Jónsdóttir, sem enn er í lukkunnar velstandi rétt hjá þýsku borginni Freiburg, sem einmitt er við landamæri Þýskalands og Frakklands, þar sem Evrópumeistaramótið í knattspyrnu fer fram. Íslenska karlalandsliðið sneri aftur heim í gær eftir frækna framgöngu á mótinu og má því segja að Arna Ýr standi vaktina fyrir Íslands hönd, verandi ungfrú EM. Þrátt fyrir að Ísland hafi lokið þátttöku sinni á mótinu er Arna Ýr í blússandi stuði og nóg fyrir hana að gera.Arna Ýr hefur meira en nóg að gera við að árita fána og spjöld í skemmtigarðinum Europa Park.right„Ég kom hingað með það fyrir augum að vera í tvær vikur. Ég hef verið meðhöndluð eins og prinsessa allan tímann. Eftir að hafa verið í skrúðgöngunni fæ ég svo hádegismat, og fer aftur þaðan á minn bás þar sem risastórum skiltum með myndum af mér hefur verið komið fyrir. Þar sit ég og árita á spjöld með myndum af mér og fólk getur sömuleiðis fengið myndir af sér með mér. Á kvöldin, þegar leikir fara fram, er ég á aðalhótelinu á sviði að gefa áritanir og sé svo auk þess um happdrætti og fleira skemmtilegt,“ útskýrir Arna Ýr, alsæl með hlutverkið.Arna Ýr er ansi sleip í fimleikunum og getur því miðlað reynslunni áfram.Þú ert þá væntanlega komin í frægra manna tölu í Freiburg, svona miðað við áganginn? „Já, það má eiginlega segja það. Það koma allir æðislega vel fram við mig og ég fæ að upplifa allt það besta,“ segir hún glöð í bragði. Þó svo að Arna Ýr kunni býsna vel við þá prinsessulegu meðhöndlun sem hún fær, þá er hún afar ánægð með að fá tækifæri til að vera með svokallað „workshop“ sem ætluð eru börnum. „Ég fæ þá að kenna þeim ýmislegt, svo sem að mála, catwalking-námskeið og fimleika,“ bendir hún stolt á, en sjálf er Arna Ýr fimleikakennari og mikil íþróttakona. Þá er hún iðin við að grípa í pensilinn og er mikil listakona.Okkar konu leiðist ekki í Europa Park, þó ekki væri.En skyldi titillinn ungfrú EM skila henni einhverjum frekari tækifærum að lokinni EM dvölinni? „Já, ég hef fengið rosalega mikið af smærri verkefnum og myndatökum. Verkefni tengd Íslandi hreinlega hlaðast inn og mikið af ljósmyndurum sem bjóða mér verkefni. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt. Þá fannst mér einmitt mjög gaman að fá tækifæri til að senda kveðju til landsliðsins okkar fyrir leikinn á móti Frökkum. Eigendur Europa Park lögðu mikla áherslu á að ég myndi láta liðið vita að það ætti endilega að gera sér ferð í garðinn, þar sem allt yrði auðvitað í boði hússins. Maður finnur mikið fyrir því að allir elska Ísland núna.“Örnu Ýr þykir frábært að fá að mála með krökkunum, enda mikil listakona sjálf.En hvernig er stemningin núna þegar Ísland er dottið út? „Hún er enn þá rosalega góð. Allir tala svo rosalega fallega um Ísland. Ég var beðin um að fara í viðtal bæði fyrir og eftir leikinn og það eina sem rætt var um, var hversu frábært liðið er og hversu flottir íslensku stuðningsmennirnir voru,“ segir hún og ekki er annað að heyra en hún sé ansi stolt af samlöndum sínum. „Bróðir minn og kærasti eru að koma út til mín og við verðum hér saman þar til móti lýkur,“ segir hún að lokum, afar ánægð með lífið.
Tengdar fréttir Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Arna Ýr valin Miss Euro Keppnin haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í fótbolta. 3. júní 2016 21:29