Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:00 Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. Vísir/Getty/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32