Brot safnar fyrir frumraun sinni Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 14:30 Hljómsveitin Brot (f.v.) Gunnar, Jóhann, Arnar og Óskar eru allir reynsluboltar í rokkinu. Vísir/Brot Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni. Tónlist Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni.
Tónlist Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira