Innlent

"Ég mætti vera kona“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Andri ásamt fjölskyldu sinni í dag.
Andri ásamt fjölskyldu sinni í dag. Vísir/Eyþór
Andri Snær Magnason sagðist afar þakklátur þegar hann mætti á kosningavöku sína í Iðnó í kvöld. Hann hafi fundið fyrir miklum meðbyr og að nú fari hann væntanlega í að skrifa næstu bók. Lokatölur úr forsetakosningunum liggja ekki fyrir, en sýna þó að Guðni Th. Jóhannesson stendur uppi sem sigurvegari.„Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag. Við vissum ekkert hvernig þetta myndi fara. Við ákváðum að spila heiðarlegan leik og fara út í þetta ævintýri, út í óvissuna. Það hefur verið magnað að hafa ykkur öll með í þessu ferðalagi,“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. Margt hefði hann þó geta gert öðruvísi.„Við erum stór í Reykjavík. Ég hefði átt að fara í tvær ferðir í þorrablótin út á land. Ég mætti vera kona. Við hefðum mátt fá nokkrar mínútur í sjónvarpi til að sjá hvernig fólk lítur út.“Andri sagðist jafnframt hafa verið með skýr, falleg og mikilvæg málefni. „Kannski verður þetta málefni sem forsetinn getur tekið upp vegna þess að hann vantar kannski nokkur málefni. En ég ætla nú ekki að byrja á því að stríða honum,“ sagði hann.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.