Margfalt fleiri fara í kynleiðréttingu Ingvar Haraldsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Transfólk hefur oft verið áberandi á hinsegin dögum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira