Sister Sledge leyniatriði Secret Solstice í ár Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. júní 2016 10:59 Systurnar Sledge eins og þær líta út í dag. Þær stíga á svið Valhalla á fimmtudag. Vísir/Getty Nýjasta og óvæntasta viðbót við dagskránna á Secret Solstice hátíðinni í ár er diskósveitin Sister Sledge. Systurnar Kim, Debbie og Joni Sledge hafa engu gleymt þrátt fyrir að þrír áratugar séu frá því að þær ruddust fyrst fram á sjónarssviðið með slagaranum og samnefndri breiðskífu „We are Family“. Það var enginn annar en Nile Rodgers úr Chic sem stýrði og útsetti þar. Systurnar munu koma fram á Valhalla eða stóra sviði hátíðarinnar á fimmtudaginn kl. 21:10. Þær voru upphaflega fjórar í sveitinni en Kathy Sledge kemur sjaldan fram með systrum sínum enda á fullu sjálf í hljómsveitinni Aristofreeks. Þær Kim, Debbie og Joni koma fram með vel mannaðri hljómsveit. Þetta verður í annað skiptið sem Sister Sledge heldur tónleika hér á landi en þær spiluðu á Broadway fyrir nokkrum árum síðan.Hefð á Secret SolsticeHefð er fyrir því að hátíðin tilkynni eitt nýtt „leyni“-atriði sömu viku og hátíðin á að hefjast. Eins og allir vita er dagskrá hátíðarinnar stútfull af hiphoppi, rokki og ýmis konar rafsveitum á borð við Radiohead, Die Antwoord, Deftones, M.O.P., Of Monsters and Men og Jamie Jones. Þar sem um hásumar hátíð er að ræða virðist hafa verið vöntun á alvöru diskó og hafa hátíðarhaldarar nú brugðist við því. Það var Ívar Guðmundsson sem greindi fyrst frá þessu á Bylgjunni í morgun en hátíðarhaldarar hafa staðfest framkomu systranna. Klippuna úr þætti hans má heyra hér að ofan. Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice appið komið út: Sjáðu hvenær þitt atriði er að spila Hefð er fyrir því að tónlistarhátíðir sendi frá sér snjallsímaforrit til þess að upplýsa hátíðargesti um ýmis mikilvæg atriði. 9. júní 2016 09:52 Uppsetning vegna Secret Solstice í fullum gangi „Uppsetning er á áætlun og höfum við verið afar heppin með veður sem að hjálpar auðvitað til.“ 12. júní 2016 15:19 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nýjasta og óvæntasta viðbót við dagskránna á Secret Solstice hátíðinni í ár er diskósveitin Sister Sledge. Systurnar Kim, Debbie og Joni Sledge hafa engu gleymt þrátt fyrir að þrír áratugar séu frá því að þær ruddust fyrst fram á sjónarssviðið með slagaranum og samnefndri breiðskífu „We are Family“. Það var enginn annar en Nile Rodgers úr Chic sem stýrði og útsetti þar. Systurnar munu koma fram á Valhalla eða stóra sviði hátíðarinnar á fimmtudaginn kl. 21:10. Þær voru upphaflega fjórar í sveitinni en Kathy Sledge kemur sjaldan fram með systrum sínum enda á fullu sjálf í hljómsveitinni Aristofreeks. Þær Kim, Debbie og Joni koma fram með vel mannaðri hljómsveit. Þetta verður í annað skiptið sem Sister Sledge heldur tónleika hér á landi en þær spiluðu á Broadway fyrir nokkrum árum síðan.Hefð á Secret SolsticeHefð er fyrir því að hátíðin tilkynni eitt nýtt „leyni“-atriði sömu viku og hátíðin á að hefjast. Eins og allir vita er dagskrá hátíðarinnar stútfull af hiphoppi, rokki og ýmis konar rafsveitum á borð við Radiohead, Die Antwoord, Deftones, M.O.P., Of Monsters and Men og Jamie Jones. Þar sem um hásumar hátíð er að ræða virðist hafa verið vöntun á alvöru diskó og hafa hátíðarhaldarar nú brugðist við því. Það var Ívar Guðmundsson sem greindi fyrst frá þessu á Bylgjunni í morgun en hátíðarhaldarar hafa staðfest framkomu systranna. Klippuna úr þætti hans má heyra hér að ofan.
Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice appið komið út: Sjáðu hvenær þitt atriði er að spila Hefð er fyrir því að tónlistarhátíðir sendi frá sér snjallsímaforrit til þess að upplýsa hátíðargesti um ýmis mikilvæg atriði. 9. júní 2016 09:52 Uppsetning vegna Secret Solstice í fullum gangi „Uppsetning er á áætlun og höfum við verið afar heppin með veður sem að hjálpar auðvitað til.“ 12. júní 2016 15:19 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Secret Solstice appið komið út: Sjáðu hvenær þitt atriði er að spila Hefð er fyrir því að tónlistarhátíðir sendi frá sér snjallsímaforrit til þess að upplýsa hátíðargesti um ýmis mikilvæg atriði. 9. júní 2016 09:52
Uppsetning vegna Secret Solstice í fullum gangi „Uppsetning er á áætlun og höfum við verið afar heppin með veður sem að hjálpar auðvitað til.“ 12. júní 2016 15:19