Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út Una Sighvatsdóttir skrifar 15. júní 2016 19:30 Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara reynir meira á lögin um íslensk mannanöfn og síðustu ár eru þau orðin afar umdeild. Nú hefur innanríkisráðuneytið birt drög að frumvarpi sem gjörbreytir mannanafnalögum með róttækum hætt. Aðdragandann má rekja til þess þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi, í máli Bjarkar Blævardóttur árið 2013, að rétturinn til nafns falli undir friðhelgi einkalífs og skuli ekki takmarkast með lögum nema brýna nauðsyn beri til.Sagan frá Norðurlöndum endurtaki sig Frumvarpsdrögin, sem birt voru í dag til umsagnar, fela meðal annars í sér að felld verða á brott ákvæði um að eiginnöfn skuli fallbeygjast og samræmast íslenskri málfræði, um að nöfn skuli fylgja líffræðilegu kyni og um takmarkanir á notkun ættarnafna og erlendra nafna, auk þess sem mannanafnanefnd verður lögð af. Nefndarmenn vildu sjálfir ekki taka afstöðu til frumvarpsins að svo stöddu en Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, segir fordæmi nágrannalandanna sýna að verði lögin um ættarnöfn afnumin muni íslensk nafnahefð leggjast af með einni eða tveimur kynslóðum.Tilhneiging í átt að ættarnöfnum þegar greinileg „Ég er alveg sannfærð um það alveg eins og Danir misstu sitt og Norðmenn misstu sitt, þeir kalla ekki lengur eftir föður eða móður,“ segir Guðrún og bendir á að sú þróun sé þegar byrjuð því færst hafi í vöxt að heilu fjölskyldurnar taki upp sama millinafnið og hætti um leið að kynna sig með fullu nafni. Skemmst er að minnast Jóns Gnarr og barna hans sem einnig kenna sig við millinafnið Gnarr, en dæmin eru fleiri. „Þess vegna get ég leyft mér að segja að ég hafi áhyggjur af þessu vegna þess að þetta virðist vera tilhneiging og þegar [föður- eða móður] eru farin, þá er erfiðara að snúa til baka,“ segir Guðrún. Hætt sé við því að þessi forni nafnasiður deyi út og ef miklar breytingar verði á eiginnöfnum geti beygingarkerfið riðlast líka.Í drögum að nýja frumvarpinu eru öll umdeildustu ákvæði mannanafnalaga felld út.RIGHTHagsmunir einstaklingsins ríkari en samfélagsins Grunnhugsunin baki frumvarpinu er sú að réttur einstaklingsins til að ráða eigin nafni og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins til að takmarka þann rétt. Guðrún óttast hinsvegar að of fáir hugi að hagsmunum íslenskunnar. „Við höfum áhyggjur af því hjá Íslenskri málnefnd. Ég geri eiginlega varla nokkuð annað núna en að skrifa bréf í allar áttir og benda á að það eru í gildi lög um íslenska tungu og það er til íslenskt málstefna. Við sjáum þetta um allt og sérstaklega núna, í auknum ferðamannastraumi, hvað íslenskan er undan að láta. Þú getur ekki keypt kjötsúpu, þú verður að kaupa „meat soup“. Nú er því spurningin hvort Íslendingum sé nógu annt um föðurnöfnin sín, til að standa vörð um þennan menningararf, án þess að beita þurfi lögum. Tengdar fréttir Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara reynir meira á lögin um íslensk mannanöfn og síðustu ár eru þau orðin afar umdeild. Nú hefur innanríkisráðuneytið birt drög að frumvarpi sem gjörbreytir mannanafnalögum með róttækum hætt. Aðdragandann má rekja til þess þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi, í máli Bjarkar Blævardóttur árið 2013, að rétturinn til nafns falli undir friðhelgi einkalífs og skuli ekki takmarkast með lögum nema brýna nauðsyn beri til.Sagan frá Norðurlöndum endurtaki sig Frumvarpsdrögin, sem birt voru í dag til umsagnar, fela meðal annars í sér að felld verða á brott ákvæði um að eiginnöfn skuli fallbeygjast og samræmast íslenskri málfræði, um að nöfn skuli fylgja líffræðilegu kyni og um takmarkanir á notkun ættarnafna og erlendra nafna, auk þess sem mannanafnanefnd verður lögð af. Nefndarmenn vildu sjálfir ekki taka afstöðu til frumvarpsins að svo stöddu en Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, segir fordæmi nágrannalandanna sýna að verði lögin um ættarnöfn afnumin muni íslensk nafnahefð leggjast af með einni eða tveimur kynslóðum.Tilhneiging í átt að ættarnöfnum þegar greinileg „Ég er alveg sannfærð um það alveg eins og Danir misstu sitt og Norðmenn misstu sitt, þeir kalla ekki lengur eftir föður eða móður,“ segir Guðrún og bendir á að sú þróun sé þegar byrjuð því færst hafi í vöxt að heilu fjölskyldurnar taki upp sama millinafnið og hætti um leið að kynna sig með fullu nafni. Skemmst er að minnast Jóns Gnarr og barna hans sem einnig kenna sig við millinafnið Gnarr, en dæmin eru fleiri. „Þess vegna get ég leyft mér að segja að ég hafi áhyggjur af þessu vegna þess að þetta virðist vera tilhneiging og þegar [föður- eða móður] eru farin, þá er erfiðara að snúa til baka,“ segir Guðrún. Hætt sé við því að þessi forni nafnasiður deyi út og ef miklar breytingar verði á eiginnöfnum geti beygingarkerfið riðlast líka.Í drögum að nýja frumvarpinu eru öll umdeildustu ákvæði mannanafnalaga felld út.RIGHTHagsmunir einstaklingsins ríkari en samfélagsins Grunnhugsunin baki frumvarpinu er sú að réttur einstaklingsins til að ráða eigin nafni og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins til að takmarka þann rétt. Guðrún óttast hinsvegar að of fáir hugi að hagsmunum íslenskunnar. „Við höfum áhyggjur af því hjá Íslenskri málnefnd. Ég geri eiginlega varla nokkuð annað núna en að skrifa bréf í allar áttir og benda á að það eru í gildi lög um íslenska tungu og það er til íslenskt málstefna. Við sjáum þetta um allt og sérstaklega núna, í auknum ferðamannastraumi, hvað íslenskan er undan að láta. Þú getur ekki keypt kjötsúpu, þú verður að kaupa „meat soup“. Nú er því spurningin hvort Íslendingum sé nógu annt um föðurnöfnin sín, til að standa vörð um þennan menningararf, án þess að beita þurfi lögum.
Tengdar fréttir Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna. 15. júní 2016 11:32
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels