Lífið

Bieber sigar aðdáendum sínum á bandaríska slúðursíðu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðdáendur Justin Bieber eru gríðarlega tryggir og þegar kanadíska ofurstjarnan og Íslandsvinurinn biður þá um eitthvað verða þeir við þeirri bón.

Þetta má glögglega sjá á samfélagsmiðlum bandarísku slúðursíðunnar Hollywood Life en aðdáendur Biebers, svokallaðir Beliebers, flykkjast nú á Instagram-síðu Hollywood Life þar sem þeir krefjast þess að síðan verði lögð niður.

Ástæðan, hún er ofureinföld. Justin Bieber hvatti aðdáendur sína til þess líkt og sjá má á þessari mynd sem Bieber setti á Instagram-síðu sína fyrr í dag.

Let's spam and petition to shut this garbage website down

A photo posted by Justin Bieber (@justinbieber) on

Líkt og glöggt má sjá á hverri einustu mynd sem Hollywood Life hefur sett á Instagram-síðu sína hafa aðdáendur Biebers skilið eftir tugi ef ekki hundruð athugasemda með skilaboðunum #shutdoownhollywoodlife

Hollywood Life hefur að undanförnu fjallað ítarlega um Justin Bieber og afrek hans utan tónlistarheimsins, ber þar helst að nefna slagsmál hans við dyravörð nýlega, yfirferð yfir fyrrverandi kærasta konunnar sem Bieber hefur verið að slá sér upp með nýverið og sögur af sogblettum sem Bieber er sagður hafa gefið klappstýru einni í aðskilnaðargjöf.

Eitthvað hefur þetta allt saman farið illa í Bieber.

Happy birthday, #NorthWest! The adorable daughter of #KimKardashian and #KanyeWest turns 3 today!

A photo posted by HollywoodLife (@hollywoodlife) on


Tengdar fréttir

Bieberinn barinn

Myndband náðist af því þegar Justin Bieber lenti í slagsmálum í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×