Hildur: Glamúr Pálína ein í heiminum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júní 2016 12:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You. Tónlist Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You.
Tónlist Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira