Jökullinn logar kom gestum í EM-skapið: „Hollt fyrir okkur strákana að fá smá búst“ Bjarki Ármannsson skrifar 2. júní 2016 22:43 Jökullinn logar, heimildarmynd um leið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á sitt fyrsta stórmót, var frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Í myndinni er landsliðinu fylgt eftir í gegnum undankeppnina að Evrópumeistaramótinu í sumar, þar sem fræknir sigrar unnust meðal annars á Hollandi og Tékklandi. Margmenni var á frumsýningunni og ásamt mörgum af helstu stjörnum landsliðsins, mátti þar greina gesti á borð við Björgólf Thor Björgólfsson athafnamann og eiginkonu hans, Kristínu Ólafsdóttur, sem er meðal framleiðenda myndarinnar. Fjölmiðlamennirnir Sölvi Tryggvason, sem einnig er meðal framleiðenda og skrifaði sömuleiðis handritið að myndinni, og Björn Ingi Hrafnsson létu einnig sjá sig. Blaðamaður Vísis á staðnum náði tali af Hannesi Þór Halldórssyni landsliðsmarkmanni eftir frumsýninguna og spurði hann álits, en Hannes hefur sem kunnugt er sjálfur getið sér gott orð sem leikstjóri. „Mér fannst þetta bara stórskemmtilegt,“segir Hannes. „Ég er kannski extra hrifnæmur fyrir þessu efni og ekki alveg hlutlaus en það var bara hrikalega gaman að endurupplifa þetta. Ótrúlega vel að verki staðið hjá þessum góðum kvikmyndagerðamönnum.“ Jökullinn logar from Purkur on Vimeo.Íslendingar bera margir sterkar tilfinningar til landsliðsins og gengu margir út í greinilegu „EM-skapi“. Hannes hafði áður séð stóran hluta myndarinnar og segist þá nokkrum sinnum hafa þurft að kyngja kekknum í hálsinum. „Mér fannst þeir ná að fanga stemninguna vel og setja þetta í skemmtilegan búning,“segir hann. „Ég held að það hafi líka verið hollt fyrir okkur strákana að sitja hérna og fá smá búst og rifja upp hversu gaman þetta var. Þetta er fínasta hvatning fyrir það sem koma skal.“Hér að neðan má sjá myndasyrpu sem Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, náði á frumsýningunni.Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Hannes Þór Halldórsson.Vísir/Eyþór Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarstikluna: Lars sagði strákunum að segja ekki „fuck off“ Myndin ber heitið „Jökullinn logar: Leið okkar á EM“ og verður frumsýnd um næstu mánaðarmót. 9. maí 2016 13:55 Strákarnir okkar: Raggi skemmtilegastur, Gulli leiðtoginn, Ólafur Ingi klárastur, Rúrik flottastur og Gylfi ríkastur "Ég þurfti að eiga nokkra fundi með Lars og Heimi til að sannfæra þá um að leyfa mér að gera þess mynd,“ segir Sölvi Tryggvason í samtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni á FM957 í morgun. 25. maí 2016 14:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Jökullinn logar, heimildarmynd um leið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á sitt fyrsta stórmót, var frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Í myndinni er landsliðinu fylgt eftir í gegnum undankeppnina að Evrópumeistaramótinu í sumar, þar sem fræknir sigrar unnust meðal annars á Hollandi og Tékklandi. Margmenni var á frumsýningunni og ásamt mörgum af helstu stjörnum landsliðsins, mátti þar greina gesti á borð við Björgólf Thor Björgólfsson athafnamann og eiginkonu hans, Kristínu Ólafsdóttur, sem er meðal framleiðenda myndarinnar. Fjölmiðlamennirnir Sölvi Tryggvason, sem einnig er meðal framleiðenda og skrifaði sömuleiðis handritið að myndinni, og Björn Ingi Hrafnsson létu einnig sjá sig. Blaðamaður Vísis á staðnum náði tali af Hannesi Þór Halldórssyni landsliðsmarkmanni eftir frumsýninguna og spurði hann álits, en Hannes hefur sem kunnugt er sjálfur getið sér gott orð sem leikstjóri. „Mér fannst þetta bara stórskemmtilegt,“segir Hannes. „Ég er kannski extra hrifnæmur fyrir þessu efni og ekki alveg hlutlaus en það var bara hrikalega gaman að endurupplifa þetta. Ótrúlega vel að verki staðið hjá þessum góðum kvikmyndagerðamönnum.“ Jökullinn logar from Purkur on Vimeo.Íslendingar bera margir sterkar tilfinningar til landsliðsins og gengu margir út í greinilegu „EM-skapi“. Hannes hafði áður séð stóran hluta myndarinnar og segist þá nokkrum sinnum hafa þurft að kyngja kekknum í hálsinum. „Mér fannst þeir ná að fanga stemninguna vel og setja þetta í skemmtilegan búning,“segir hann. „Ég held að það hafi líka verið hollt fyrir okkur strákana að sitja hérna og fá smá búst og rifja upp hversu gaman þetta var. Þetta er fínasta hvatning fyrir það sem koma skal.“Hér að neðan má sjá myndasyrpu sem Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, náði á frumsýningunni.Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Hannes Þór Halldórsson.Vísir/Eyþór
Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarstikluna: Lars sagði strákunum að segja ekki „fuck off“ Myndin ber heitið „Jökullinn logar: Leið okkar á EM“ og verður frumsýnd um næstu mánaðarmót. 9. maí 2016 13:55 Strákarnir okkar: Raggi skemmtilegastur, Gulli leiðtoginn, Ólafur Ingi klárastur, Rúrik flottastur og Gylfi ríkastur "Ég þurfti að eiga nokkra fundi með Lars og Heimi til að sannfæra þá um að leyfa mér að gera þess mynd,“ segir Sölvi Tryggvason í samtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni á FM957 í morgun. 25. maí 2016 14:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarstikluna: Lars sagði strákunum að segja ekki „fuck off“ Myndin ber heitið „Jökullinn logar: Leið okkar á EM“ og verður frumsýnd um næstu mánaðarmót. 9. maí 2016 13:55
Strákarnir okkar: Raggi skemmtilegastur, Gulli leiðtoginn, Ólafur Ingi klárastur, Rúrik flottastur og Gylfi ríkastur "Ég þurfti að eiga nokkra fundi með Lars og Heimi til að sannfæra þá um að leyfa mér að gera þess mynd,“ segir Sölvi Tryggvason í samtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni á FM957 í morgun. 25. maí 2016 14:30