Strákarnir okkar: Raggi skemmtilegastur, Gulli leiðtoginn, Ólafur Ingi klárastur, Rúrik flottastur og Gylfi ríkastur Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2016 14:30 Skemmtileg umræða um strákana. vísir „Ég þurfti að eiga nokkra fundi með Lars og Heimi til að sannfæra þá um að leyfa mér að gera þess mynd,“ segir Sölvi Tryggvason í samtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni á FM957 í morgun. Heimildarmynd fjölmiðlamannsins um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og leið þess á Evrópumeistaramótið í sumar verður frumsýnd á föstudagskvöldið 3. júní og er mikil eftirvænting fyrir myndinni. Strákarnir spurðu Sölva nokkrar skemmtilegar spurningar um strákana í hópnum og til að mynda fékk hann þá spurningu hver væri skemmtilegastur í landsliðinu?„Það er rosalegt smekksatriði hvað hverjum finnst skemmtilegt en mér finnst Ragnar Sigurðsson algjör snillingur. Bæði í viðtölum og persónulega, þá er þetta þvílíkur meistari. Hann er bara svo ógeðslega einlægur og kann ekki að vera með einhvern rétttrúnað og segja hlutina eitthvað öðruvísi en þeir eru.“Hver er leiðtoginn í hópnum? „Fyrst þegar ég kom inn þá fékk ég strax þá tilfinningu að Gunnleifur [Gunnleifsson] væri mikill leiðtogi. Hann var alltaf gæinn sem tók vel á móti nýliðum, hann fattaði mjög vel að það væri hans hlutverk að taka vel á móti nýju stráknum og láta þeim líða vel. Síðan er klárlega Aron Einar líka leiðtoginn í hópnum.“Hver er klárasti leikmaður liðsins? „Ólafur Ingi Skúlason er helvíti klár, hann er svona sá fyrsti sem kemur upp í hugann. Alfreð Finnbogason er klárlega líka mjög klár.“Hver er fyndnasti leikmaðurinn? Húmoristinn í hópnum. „Gunnleifur er fyndnastur af þeim sem voru í hópnum í undankeppninni.“Hver er verst klæddi leikmaður íslenska landsliðsins? „Ég á erfitt með að svara þessu þar sem ég sá þá eiginlega alltaf bara í íþróttagallanum. En Rúrik [Gíslason] er klárlega sá sem er best klæddur“Hver á flottasta úrið? „Kolbeinn og Gylfi eru klárlega með mjög góð úr.“Besti tengdasonurinn? „Emil Hallfreðsson er ábyggilega fín tengdasonur, mjög traustur náungi.“Hver er ríkasti maðurinn í liðinu? „Það hlýtur að vera Eiður eða Gylfi Þór.“Hver er svona mesti Íslendingurinn í liðinu? „Það er klárlega Aron Einar. Hann er mikill Akureyringur og rosalegur Íslendingur. Ég held að fólk sem elst upp á landsbyggðinni sé með meiri þjóðerniskennd.“Hver er best vaxni maðurinn í liðinu? „Rúrik.“ Landslið okkar Íslendinga mun taka þátt á EM í Frakklandi í sumar og er þetta í fyrsta sinn sem karlalandslið Íslands tekur þátt á stórmóti í knattspyrnu. Myndin ber heitið „Jökullinn logar: Leið okkar á EM“ en hér að neðan má hlusta á allt spjallið við Sölva. Hér að neðan má síðan sjá stiklu úr myndinni: Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Ég þurfti að eiga nokkra fundi með Lars og Heimi til að sannfæra þá um að leyfa mér að gera þess mynd,“ segir Sölvi Tryggvason í samtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni á FM957 í morgun. Heimildarmynd fjölmiðlamannsins um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og leið þess á Evrópumeistaramótið í sumar verður frumsýnd á föstudagskvöldið 3. júní og er mikil eftirvænting fyrir myndinni. Strákarnir spurðu Sölva nokkrar skemmtilegar spurningar um strákana í hópnum og til að mynda fékk hann þá spurningu hver væri skemmtilegastur í landsliðinu?„Það er rosalegt smekksatriði hvað hverjum finnst skemmtilegt en mér finnst Ragnar Sigurðsson algjör snillingur. Bæði í viðtölum og persónulega, þá er þetta þvílíkur meistari. Hann er bara svo ógeðslega einlægur og kann ekki að vera með einhvern rétttrúnað og segja hlutina eitthvað öðruvísi en þeir eru.“Hver er leiðtoginn í hópnum? „Fyrst þegar ég kom inn þá fékk ég strax þá tilfinningu að Gunnleifur [Gunnleifsson] væri mikill leiðtogi. Hann var alltaf gæinn sem tók vel á móti nýliðum, hann fattaði mjög vel að það væri hans hlutverk að taka vel á móti nýju stráknum og láta þeim líða vel. Síðan er klárlega Aron Einar líka leiðtoginn í hópnum.“Hver er klárasti leikmaður liðsins? „Ólafur Ingi Skúlason er helvíti klár, hann er svona sá fyrsti sem kemur upp í hugann. Alfreð Finnbogason er klárlega líka mjög klár.“Hver er fyndnasti leikmaðurinn? Húmoristinn í hópnum. „Gunnleifur er fyndnastur af þeim sem voru í hópnum í undankeppninni.“Hver er verst klæddi leikmaður íslenska landsliðsins? „Ég á erfitt með að svara þessu þar sem ég sá þá eiginlega alltaf bara í íþróttagallanum. En Rúrik [Gíslason] er klárlega sá sem er best klæddur“Hver á flottasta úrið? „Kolbeinn og Gylfi eru klárlega með mjög góð úr.“Besti tengdasonurinn? „Emil Hallfreðsson er ábyggilega fín tengdasonur, mjög traustur náungi.“Hver er ríkasti maðurinn í liðinu? „Það hlýtur að vera Eiður eða Gylfi Þór.“Hver er svona mesti Íslendingurinn í liðinu? „Það er klárlega Aron Einar. Hann er mikill Akureyringur og rosalegur Íslendingur. Ég held að fólk sem elst upp á landsbyggðinni sé með meiri þjóðerniskennd.“Hver er best vaxni maðurinn í liðinu? „Rúrik.“ Landslið okkar Íslendinga mun taka þátt á EM í Frakklandi í sumar og er þetta í fyrsta sinn sem karlalandslið Íslands tekur þátt á stórmóti í knattspyrnu. Myndin ber heitið „Jökullinn logar: Leið okkar á EM“ en hér að neðan má hlusta á allt spjallið við Sölva. Hér að neðan má síðan sjá stiklu úr myndinni:
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira