Kannaðu hér hvar þú átt að kjósa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2016 20:34 Hér má sjá fimm af þeim níu sem í framboði eru til embættis forseta Íslands. Vísir/Eyþór Kjörskrá fyrir forsetakosningarnar 2016 hefur verið gerð aðgengileg á vefnum. Nú geta því kjósendur flett sér upp til þess að komast að því hvar þeir geta greitt atkvæði þann 25. júní næstkomandi. Nóg er að slá inn kennitölu á vefsíðunni sem finna má hér. Þá birtist nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. „Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 4. júní 2016. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá,“ segir á vefsíðunni.Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Níu manns eru í framboði til embættis forseta Íslands en það eru þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson. Af þessum níu hefur Guðni Th. afgerandi mest fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í Fréttablaðinu í dag að það væri gjarnan þannig að þegar einn frambjóðandi hefði svo mikið fylgi að þá skiluðu færri sér á kjörstað. Kosningarétt í kosningunum í ár eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og lögheimili eiga hér á landi. „Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007, enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2015. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, þ.e. þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.“ Hægt verður að gera athugasemdir við kjörskránna fram að kjördegi. Tengdar fréttir Fylgi Guðna haggast ekki Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. í embætti forseta. Dósent í stjórnmálafræði segir að línurnar séu farnar að skýrast. 7. júní 2016 04:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Kjörskrá fyrir forsetakosningarnar 2016 hefur verið gerð aðgengileg á vefnum. Nú geta því kjósendur flett sér upp til þess að komast að því hvar þeir geta greitt atkvæði þann 25. júní næstkomandi. Nóg er að slá inn kennitölu á vefsíðunni sem finna má hér. Þá birtist nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. „Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 4. júní 2016. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá,“ segir á vefsíðunni.Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Níu manns eru í framboði til embættis forseta Íslands en það eru þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson. Af þessum níu hefur Guðni Th. afgerandi mest fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í Fréttablaðinu í dag að það væri gjarnan þannig að þegar einn frambjóðandi hefði svo mikið fylgi að þá skiluðu færri sér á kjörstað. Kosningarétt í kosningunum í ár eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og lögheimili eiga hér á landi. „Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007, enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2015. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, þ.e. þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.“ Hægt verður að gera athugasemdir við kjörskránna fram að kjördegi.
Tengdar fréttir Fylgi Guðna haggast ekki Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. í embætti forseta. Dósent í stjórnmálafræði segir að línurnar séu farnar að skýrast. 7. júní 2016 04:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fylgi Guðna haggast ekki Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. í embætti forseta. Dósent í stjórnmálafræði segir að línurnar séu farnar að skýrast. 7. júní 2016 04:00