Kanye West tók yfir og lét heiminn og Zuckerberg heyra það Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2016 10:30 Kanye fór á kostum hjá Ellen. vísir Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. Ellen spurði Kanye hvort hann ætti ekki að vera með einhvern sem færi t.d. yfir tístin sem hann sendir frá sér en rapparinn hefur oft vakið mikla athygli fyrir misgáfuleg tíst. „Alls ekki, ég vil ekki að neinn hafi afskipti af því sem ég tísti,“ segir Kanye við Ellen sem spurði hann í framhaldinu hvort hann sæi eftir einhverjum tístum. „Ég sé ekki eftir neinu. Til hvers að hugsa sig eitthvað um áður en maður tístir einhverju.“ Kanye West tísti á dögunum til Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og bað hann um að fjárfesta í tískufyrirtæki sínu fyrir 53 milljónir dollara. Mörgum fannst það skjóta skökku við að hann hafi notað Twitter til að ná til Zuckerberg. „Ég hefði líklega átt að reyna að ná til hans á Facebook. Núna skil ég af hverju hann svaraði mér ekki. Ég hef samt borðað með honum og eiginkonu hans og átt gott samtal við hann um að ég hefði áhuga á því að breyta heiminum. Hann sagðist ætla aðstoða mig við það og bla bla bla.“ Kanye segir að ef hann hefði yfir meiri fjármunum að ráða, þá gæti hann hjálpað fleira fólki. „Ég er með ákveðnar hugmyndir sem gætu hjálpað næstu kynslóðum í því að láta heiminn vera betri, punktur. Sama hvað fólk heldur um mig og hvernig papparazzi ljósmyndarar láta mig líta út.“ Hann segist geta breytt heiminum og hans tilvera hér á jörðinni eigi eftir að skipta máli. „Picasso er dauður, Steve Jobs er dauður og Walt Disney er dauður. Tölum um fólk sem er á lífi og fólk sem getur haft áhrif. Ég er listamaður og allt sem ég geri er eitt stórt málverk,“ segir West sem hreinlega tók yfir þáttinn og hélt einskonar einræðu. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. Ellen spurði Kanye hvort hann ætti ekki að vera með einhvern sem færi t.d. yfir tístin sem hann sendir frá sér en rapparinn hefur oft vakið mikla athygli fyrir misgáfuleg tíst. „Alls ekki, ég vil ekki að neinn hafi afskipti af því sem ég tísti,“ segir Kanye við Ellen sem spurði hann í framhaldinu hvort hann sæi eftir einhverjum tístum. „Ég sé ekki eftir neinu. Til hvers að hugsa sig eitthvað um áður en maður tístir einhverju.“ Kanye West tísti á dögunum til Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og bað hann um að fjárfesta í tískufyrirtæki sínu fyrir 53 milljónir dollara. Mörgum fannst það skjóta skökku við að hann hafi notað Twitter til að ná til Zuckerberg. „Ég hefði líklega átt að reyna að ná til hans á Facebook. Núna skil ég af hverju hann svaraði mér ekki. Ég hef samt borðað með honum og eiginkonu hans og átt gott samtal við hann um að ég hefði áhuga á því að breyta heiminum. Hann sagðist ætla aðstoða mig við það og bla bla bla.“ Kanye segir að ef hann hefði yfir meiri fjármunum að ráða, þá gæti hann hjálpað fleira fólki. „Ég er með ákveðnar hugmyndir sem gætu hjálpað næstu kynslóðum í því að láta heiminn vera betri, punktur. Sama hvað fólk heldur um mig og hvernig papparazzi ljósmyndarar láta mig líta út.“ Hann segist geta breytt heiminum og hans tilvera hér á jörðinni eigi eftir að skipta máli. „Picasso er dauður, Steve Jobs er dauður og Walt Disney er dauður. Tölum um fólk sem er á lífi og fólk sem getur haft áhrif. Ég er listamaður og allt sem ég geri er eitt stórt málverk,“ segir West sem hreinlega tók yfir þáttinn og hélt einskonar einræðu.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira