Greta mætt í Globen: Sjónrænu tilburðirnir nýja Júró-brellan Laufey Helga Guðmundsdóttir skrifar 3. maí 2016 22:41 Fyrsta æfing Gretu Salóme á stóra sviðinu í Globen fór fram í dag. Eins og Eurovision aðdáendur vita eflaust kom fram í Alla leið þætti RÚV að nota ætti nýja tækni fyrir atriðið á Globen sviðinu. Eftir æfinguna í dag er ljóst að sú er ekki raunin heldur hefur atriðið úr Söngvakeppninni verið fært upp á stóra sviðið með miklu öflugri grafík sem kemur mjög vel út. Á æfingunni var Greta í nýja glæsilega búningnum sem frumsýndur var síðasta laugardag. Það má segja að hann sé delúx útgáfan af Söngvakeppnis-búningnum og við eru sko alveg að elska leðrið og pallíetturnar! Einhverjir örðugleikar tæknilegs eðlis voru að hrjá Gretu Salóme á æfingu í dag en auðvitað mun það slípast til í góðri samvinnu við sænska framleiðsluteymið hér í Globen. Áfram Greta!Frábær tækni – af hverju ekki að nota hana?Á blaðamannafundi eftir æfingu var fjöldi blaðamanna úr höllinni mættur til að taka á móti Gretu Salóme. Spurð um hvernig æfingin gekk sagði Greta Salóme að það væru nokkur atriði sem vinna þyrfti betur en óeðlilegt væri ef svo væri ekki. FÁSES.is spurði hvort það hefði áhrif á gengi lagsins og árangur þegar fleiri en einn keppandi reiðir sig á svipaða tækni, sérstaklega í atriðum þar sem tæknin spilaði stórt hlutverk. Að mati Gretu fer svarið eftir því hvernig þú skilgreinir árangur. Fyrir Gretu væri það góður árangur að koma boðskap lagsins á framfæri. Hann er sá að einblína og leggja áherslu á jákvæðu raddirnar í nærumhverfi okkar og hunsa þær neikvæðu. Ef Greta næði til einnar manneskju með þann boðskap væri það árangur fyrir henni. Hún sagði einnig að sjónrænu brellurnar væru gerðar til að koma boðskapi lagsins á framfæri og það mætti segja að hvert einasta atriði í Eurovision notist við eitthvað sjónrænt ef út í það væri farið. Í raun eru sjónrænu tilburðirnir nýja Júró-brellan og ekkert sé nýtt undir sólinn. Allir eru að skapa sitt listaverk og það er ekki endilega að herma þó verið sé að nota eitthvað sem hefur sést áður. Þetta er að mörgu leyti mjög hentugt í keppni, þar sem einungis má hafa sex manns á sviði, að nýta þessa nýju grafíktækni til að gera atriðin stærri án þess að vera með fullt af fólki á sviðinu.Nýtur sín meðal pressunnarÞað verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið léttur og skemmtilegur blaðamannafundur og Greta Salóme átti ekki í neinum vandræðum með að svara spurningum fjölmiðlamanna. Reyndar var mikið hlegið enda er Greta frjáls og skemmtileg í tilsvörum. Hún sagði m.a. að Eurovision árið 2012 hefði snúist mikið um að komast áfram upp úr undankeppninni og ná góðu sæti í lokakeppninni. Nú snúist þátttaka hennar um að koma á framfæri boðskap lagsins og hún viti nú að Eurovision skilgreini ekki tónlistarmenn. Að hennar mati er ekki mikill munur á því að koma fram einn eða sem hluti af dúett eins og hún gerði með Jónsa í Baku. Nú er hún þó með allt Gretu-teymið með sér á sviðin sem hluta af grafíkinn (t.d. er Ásgeir Helgi skuggahöndin í henni). Svo er hún auðvitað með fimm bakraddir þó þær séu off-stage. Loks var mikið spurt út í Disney ævintýri Gretu Salóme og þá reynslu sem hún tekur með sér þaðan. Greta Salóme svaraði því til að ef hún hefði sagt að eitthvað hefði ekki verið hægt í sýningum á skemmtiferðaskipum Disney hefði svar samstarfsmanna alltaf verið; af hverju ekki?Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES. Eurovision Tengdar fréttir Þetta er kjóllinn sem Greta mun klæðast í Stokkhólmi Söngkonan frumsýndi Eurovision-klæðnaðinn í dag. 30. apríl 2016 12:06 Ferðasaga Gretu og gengisins - Myndbönd Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hélt í gærmorgun til Svíþjóðar og lenti gengið á Arlanda flugvellínum í Stokkhólmi. 3. maí 2016 12:30 Góðkunningjar Eurovision: "Eurovision er eins og Pringles“ Í ár hefur metfjöldi þáttakanda í Eurovision áður tekið þátt í keppninni. 2. maí 2016 20:18 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Fyrsta æfing Gretu Salóme á stóra sviðinu í Globen fór fram í dag. Eins og Eurovision aðdáendur vita eflaust kom fram í Alla leið þætti RÚV að nota ætti nýja tækni fyrir atriðið á Globen sviðinu. Eftir æfinguna í dag er ljóst að sú er ekki raunin heldur hefur atriðið úr Söngvakeppninni verið fært upp á stóra sviðið með miklu öflugri grafík sem kemur mjög vel út. Á æfingunni var Greta í nýja glæsilega búningnum sem frumsýndur var síðasta laugardag. Það má segja að hann sé delúx útgáfan af Söngvakeppnis-búningnum og við eru sko alveg að elska leðrið og pallíetturnar! Einhverjir örðugleikar tæknilegs eðlis voru að hrjá Gretu Salóme á æfingu í dag en auðvitað mun það slípast til í góðri samvinnu við sænska framleiðsluteymið hér í Globen. Áfram Greta!Frábær tækni – af hverju ekki að nota hana?Á blaðamannafundi eftir æfingu var fjöldi blaðamanna úr höllinni mættur til að taka á móti Gretu Salóme. Spurð um hvernig æfingin gekk sagði Greta Salóme að það væru nokkur atriði sem vinna þyrfti betur en óeðlilegt væri ef svo væri ekki. FÁSES.is spurði hvort það hefði áhrif á gengi lagsins og árangur þegar fleiri en einn keppandi reiðir sig á svipaða tækni, sérstaklega í atriðum þar sem tæknin spilaði stórt hlutverk. Að mati Gretu fer svarið eftir því hvernig þú skilgreinir árangur. Fyrir Gretu væri það góður árangur að koma boðskap lagsins á framfæri. Hann er sá að einblína og leggja áherslu á jákvæðu raddirnar í nærumhverfi okkar og hunsa þær neikvæðu. Ef Greta næði til einnar manneskju með þann boðskap væri það árangur fyrir henni. Hún sagði einnig að sjónrænu brellurnar væru gerðar til að koma boðskapi lagsins á framfæri og það mætti segja að hvert einasta atriði í Eurovision notist við eitthvað sjónrænt ef út í það væri farið. Í raun eru sjónrænu tilburðirnir nýja Júró-brellan og ekkert sé nýtt undir sólinn. Allir eru að skapa sitt listaverk og það er ekki endilega að herma þó verið sé að nota eitthvað sem hefur sést áður. Þetta er að mörgu leyti mjög hentugt í keppni, þar sem einungis má hafa sex manns á sviði, að nýta þessa nýju grafíktækni til að gera atriðin stærri án þess að vera með fullt af fólki á sviðinu.Nýtur sín meðal pressunnarÞað verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið léttur og skemmtilegur blaðamannafundur og Greta Salóme átti ekki í neinum vandræðum með að svara spurningum fjölmiðlamanna. Reyndar var mikið hlegið enda er Greta frjáls og skemmtileg í tilsvörum. Hún sagði m.a. að Eurovision árið 2012 hefði snúist mikið um að komast áfram upp úr undankeppninni og ná góðu sæti í lokakeppninni. Nú snúist þátttaka hennar um að koma á framfæri boðskap lagsins og hún viti nú að Eurovision skilgreini ekki tónlistarmenn. Að hennar mati er ekki mikill munur á því að koma fram einn eða sem hluti af dúett eins og hún gerði með Jónsa í Baku. Nú er hún þó með allt Gretu-teymið með sér á sviðin sem hluta af grafíkinn (t.d. er Ásgeir Helgi skuggahöndin í henni). Svo er hún auðvitað með fimm bakraddir þó þær séu off-stage. Loks var mikið spurt út í Disney ævintýri Gretu Salóme og þá reynslu sem hún tekur með sér þaðan. Greta Salóme svaraði því til að ef hún hefði sagt að eitthvað hefði ekki verið hægt í sýningum á skemmtiferðaskipum Disney hefði svar samstarfsmanna alltaf verið; af hverju ekki?Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.
Eurovision Tengdar fréttir Þetta er kjóllinn sem Greta mun klæðast í Stokkhólmi Söngkonan frumsýndi Eurovision-klæðnaðinn í dag. 30. apríl 2016 12:06 Ferðasaga Gretu og gengisins - Myndbönd Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hélt í gærmorgun til Svíþjóðar og lenti gengið á Arlanda flugvellínum í Stokkhólmi. 3. maí 2016 12:30 Góðkunningjar Eurovision: "Eurovision er eins og Pringles“ Í ár hefur metfjöldi þáttakanda í Eurovision áður tekið þátt í keppninni. 2. maí 2016 20:18 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Þetta er kjóllinn sem Greta mun klæðast í Stokkhólmi Söngkonan frumsýndi Eurovision-klæðnaðinn í dag. 30. apríl 2016 12:06
Ferðasaga Gretu og gengisins - Myndbönd Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hélt í gærmorgun til Svíþjóðar og lenti gengið á Arlanda flugvellínum í Stokkhólmi. 3. maí 2016 12:30
Góðkunningjar Eurovision: "Eurovision er eins og Pringles“ Í ár hefur metfjöldi þáttakanda í Eurovision áður tekið þátt í keppninni. 2. maí 2016 20:18