Reykur frá skógareldunum í Kanada gæti gert vart við sig hér á landi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 15:04 Trausti Jónsson veðurfræðingur segir skógareldana í Kanada geta haft áhrif hér á landi. Vísir/EPA Um þessar mundir geisa skógareldar í Kanada og við Íslendingar gætum fundið fyrir því hér á landi samkvæmt Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Eldarnir í Alberta í Kanada hafa haldið áfram að magnast dag frá degi. Síðan á föstudag hefur eldsvæðið þrefaldast að flatarmáli og búist er við því að ástandið eigi enn eftir að versna. „Ég á von á því en það er svosem ekki alveg víst,“ segir Trausti. Trausti útskýrir málið á bloggsíðu sinni: „Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar.“ Blási vindarnir í austur eru allar líkur á að reykjarslæða sjáist hér á landi og þá helst við sólarlag. Hins vegar segir Trausti vinda þannig núna að reykurinn fer mest suður. Hann gerir því ekki ráð fyrir því að næstu fimm daga geri reykurinn frá Kanada vart við sig hér á landi. Stjórnvöld í Alberta telja allar líkur á að glíman við eldana geti staðið yfir mánuðum saman, enda ekkert lát á þurrkatíðinni.Skjáskot af vefsíðu Trausta.Vísir„Það gerðist árið 1950, þá voru miklu stærri skógareldar í Kanada og það brann tíu sinnum meira en núna. Þá vildi svo til að það var skýjað hér á landi þegar þetta var mest en það varð til þess að sólin varð blá. Þegar ég skoða þetta vona ég alltaf að sólin verði blá,“ segir Trausti. Hann segir þó ólíklegt að sólin verði blá hér á landi og að hann vonist að sjálfsögðu ekki raunverulega til þess að það gerist því að það myndi þýða að eldarnir í Kanada væru að sækja í sig veðrið. „Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta,“ skrifar Trausti á síðu sína. CAMS spáir til næstu fimm daga. Spárnar eru birtar um „lýsisþykkt“ og reynt er að greina á milli uppruna mengunar, það er að segja uppruna eftir lífefnaösku, sjávarseltu, ryks og súlfata. Spáin á myndinni í fréttinni sýnir spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun – því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. Trausti segir líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum frá skógareldunum að vestan berast til okkar. „Fróðlegt verður að fylgjast með því ef af verður, sem er ekkert víst.“ Tengdar fréttir Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Um þessar mundir geisa skógareldar í Kanada og við Íslendingar gætum fundið fyrir því hér á landi samkvæmt Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Eldarnir í Alberta í Kanada hafa haldið áfram að magnast dag frá degi. Síðan á föstudag hefur eldsvæðið þrefaldast að flatarmáli og búist er við því að ástandið eigi enn eftir að versna. „Ég á von á því en það er svosem ekki alveg víst,“ segir Trausti. Trausti útskýrir málið á bloggsíðu sinni: „Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar.“ Blási vindarnir í austur eru allar líkur á að reykjarslæða sjáist hér á landi og þá helst við sólarlag. Hins vegar segir Trausti vinda þannig núna að reykurinn fer mest suður. Hann gerir því ekki ráð fyrir því að næstu fimm daga geri reykurinn frá Kanada vart við sig hér á landi. Stjórnvöld í Alberta telja allar líkur á að glíman við eldana geti staðið yfir mánuðum saman, enda ekkert lát á þurrkatíðinni.Skjáskot af vefsíðu Trausta.Vísir„Það gerðist árið 1950, þá voru miklu stærri skógareldar í Kanada og það brann tíu sinnum meira en núna. Þá vildi svo til að það var skýjað hér á landi þegar þetta var mest en það varð til þess að sólin varð blá. Þegar ég skoða þetta vona ég alltaf að sólin verði blá,“ segir Trausti. Hann segir þó ólíklegt að sólin verði blá hér á landi og að hann vonist að sjálfsögðu ekki raunverulega til þess að það gerist því að það myndi þýða að eldarnir í Kanada væru að sækja í sig veðrið. „Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta,“ skrifar Trausti á síðu sína. CAMS spáir til næstu fimm daga. Spárnar eru birtar um „lýsisþykkt“ og reynt er að greina á milli uppruna mengunar, það er að segja uppruna eftir lífefnaösku, sjávarseltu, ryks og súlfata. Spáin á myndinni í fréttinni sýnir spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun – því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. Trausti segir líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum frá skógareldunum að vestan berast til okkar. „Fróðlegt verður að fylgjast með því ef af verður, sem er ekkert víst.“
Tengdar fréttir Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Eldarnir magnast enn Ekkert lát er á þurrkatíð í Alberta. Búist er við að glíman við eldana geti haldið áfram næstu mánuðina. Eldsvæðið hefur þrefaldast að flatarmáli síðustu daga. 9. maí 2016 07:00