Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Ólafur gefur kost á sér til embættis forseta í sjötta sinn. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrða má að við tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Íslands í sjötta sinn hafi hrikt í stoðum íslenskra stjórnmála. Þegar hefur fjöldi fólks tilkynnt um forsetaframboð en fimmtán manns höfðu tilkynnt um framboð áður en að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Í kjölfarið hættu tveir við framboðið, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður. Þá hafa fleiri einstaklingar verið orðaðir við framboð og hafa legið undir feldi vegna þessa. Meðal þeirra eru Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og Bergþór Pálsson söngvari. Þau hafa bæði ákveðið að bjóða sig ekki fram en tilkynningar þeirra komu fram eftir að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Bergþór Pálsson segir að framboð Ólafs hafi að hluta til haft áhrif á það að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Sitjandi forseti hefur gríðarlegt forskot í kosningum og Ólafur Ragnar hefur ekkert verið að skandalísera í embætti þannig að fólk þarf ekkert að koma honum frá þess vegna. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig vel í embætti og margir eru ánægðir með hann.“ Bergþór segir að með tilkomu Ólafs í kosningabaráttuna virðist stefna í einvígi á milli hans og Andra Snæs Magnússonar. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, var byrjuð að undirbúa framboð. Hún er ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún fari fram eftir tilkynningu Ólafs. „Eftir þetta útspil í fyrradag þá ákvað ég að minnsta kosti að leyfa þeim stormi að ganga yfir en ætla ekki að loka neinum dyrum á þessum tímapunkti.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.Vigfús Bjarni Albertsson er einn þeirra sem mældust ágætlega í skoðanakönnunum en hann dró einnig framboð sitt til baka. Honum þykir forsendur kosninganna hafa breyst. „Mér finnst staðan vera orðin þannig að þetta séu orðnar pólitískar kosninga,“ segir hann. „Ég var ekki tilbúinn til að taka þátt í því. Mér finnst umræðan hafa verið sett á þann stað að þetta sé orðin pólitísk umræða og um það hver sé ómissandi,“ segir hann en honum þótti það erfitt að hætta við. Guðmundur Franklín Jónsson var búinn að tilkynna um framboð en dró það til baka sama dag og Ólafur ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. „Hann er mjög vinsæll enn þá og ég vissi það alveg að það væri erfitt að sigra sitjandi forseta,“ segir hann. Guðmundur fann fyrir því þegar hann safnaði undirskriftum til stuðnings framboði sínu var lítið um það að fólk vildi breytingar. „Ég myndi segja að þrír af hverjum fjórum sem maður talaði við vildu hafa Ólaf áfram,“ segir Guðmundur sem kveðst ánægður með framboð Ólafs enda hafi hann lagt upp með svipaðar áherslur. „Tíðindi mánudagsins gerbreyttu landslaginu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sem tilkynnir síðar í vikunni hvort hann muni gefa kost á sér til. Hann segir Ólaf hafa gerbreytt forsendum kosninganna. „Með því að sitjandi forseti gefi kost á sér er stóra breytingin. Sitjandi forseti hefur svo svakalegt forskot á aðra og menn verða að vera svo svakalega sprettharðir til að vinna upp forskotið,“ segir segir Guðni Th. Jóhannesson. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fullyrða má að við tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Íslands í sjötta sinn hafi hrikt í stoðum íslenskra stjórnmála. Þegar hefur fjöldi fólks tilkynnt um forsetaframboð en fimmtán manns höfðu tilkynnt um framboð áður en að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Í kjölfarið hættu tveir við framboðið, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður. Þá hafa fleiri einstaklingar verið orðaðir við framboð og hafa legið undir feldi vegna þessa. Meðal þeirra eru Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og Bergþór Pálsson söngvari. Þau hafa bæði ákveðið að bjóða sig ekki fram en tilkynningar þeirra komu fram eftir að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Bergþór Pálsson segir að framboð Ólafs hafi að hluta til haft áhrif á það að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Sitjandi forseti hefur gríðarlegt forskot í kosningum og Ólafur Ragnar hefur ekkert verið að skandalísera í embætti þannig að fólk þarf ekkert að koma honum frá þess vegna. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig vel í embætti og margir eru ánægðir með hann.“ Bergþór segir að með tilkomu Ólafs í kosningabaráttuna virðist stefna í einvígi á milli hans og Andra Snæs Magnússonar. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, var byrjuð að undirbúa framboð. Hún er ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún fari fram eftir tilkynningu Ólafs. „Eftir þetta útspil í fyrradag þá ákvað ég að minnsta kosti að leyfa þeim stormi að ganga yfir en ætla ekki að loka neinum dyrum á þessum tímapunkti.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.Vigfús Bjarni Albertsson er einn þeirra sem mældust ágætlega í skoðanakönnunum en hann dró einnig framboð sitt til baka. Honum þykir forsendur kosninganna hafa breyst. „Mér finnst staðan vera orðin þannig að þetta séu orðnar pólitískar kosninga,“ segir hann. „Ég var ekki tilbúinn til að taka þátt í því. Mér finnst umræðan hafa verið sett á þann stað að þetta sé orðin pólitísk umræða og um það hver sé ómissandi,“ segir hann en honum þótti það erfitt að hætta við. Guðmundur Franklín Jónsson var búinn að tilkynna um framboð en dró það til baka sama dag og Ólafur ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. „Hann er mjög vinsæll enn þá og ég vissi það alveg að það væri erfitt að sigra sitjandi forseta,“ segir hann. Guðmundur fann fyrir því þegar hann safnaði undirskriftum til stuðnings framboði sínu var lítið um það að fólk vildi breytingar. „Ég myndi segja að þrír af hverjum fjórum sem maður talaði við vildu hafa Ólaf áfram,“ segir Guðmundur sem kveðst ánægður með framboð Ólafs enda hafi hann lagt upp með svipaðar áherslur. „Tíðindi mánudagsins gerbreyttu landslaginu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sem tilkynnir síðar í vikunni hvort hann muni gefa kost á sér til. Hann segir Ólaf hafa gerbreytt forsendum kosninganna. „Með því að sitjandi forseti gefi kost á sér er stóra breytingin. Sitjandi forseti hefur svo svakalegt forskot á aðra og menn verða að vera svo svakalega sprettharðir til að vinna upp forskotið,“ segir segir Guðni Th. Jóhannesson. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira