Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 10:34 Ólafur Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sinn og það vegna óvissunnar sem myndaðist eftir birtingu Panama-skjalanna. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03