Rannsókn tefst í fjárkúgunarmáli á hendur forsætisráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. apríl 2016 05:00 Systurnar bíða málalykta vegna tilraunar til að kúga fé úr fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsókn á meintri fjárkúgun systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur á hendur Helga Jean Claessen er enn á borði rannsóknarlögreglu og mun líklega verða í nokkrar vikur til viðbótar. Runólfur Þórhallson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir það vera vegna þess að síma og tölvugögn hafi reynst mun umfangsmeiri yfirferðar en reiknað var með. Héraðssaksóknari mun bíða með að gefa út ákæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þar til rannsókn þessarri er lokið. Meginreglan er að afgreiða öll mál á sama sakborning saman og er það sérstaklega mikilvægt ef gefin er út ákæra. Verði hins miklar tafir á rannsókn lögreglu gæti saksóknari ákveðið að afgreiða málin sitt í hvoru lagi. Rannsókn lögreglu á tilraun systranna til að kúga fé úr Sigmundi Davíð lauk í október á síðasta ári og var málið þá sent til ríkissaksóknara. Um áramótin færðist málið til héraðssaksóknara þegar lögum um meðferð sakamála var breytt. Það var síðasta vor sem systurnar sendu bréf á heimili forsætisráðherra þar sem þær höfðu í hótunum og kröfðust peninga. Þær voru handteknar í júní þegar þær hugðust sækja féð. Nokkrum dögum síðar kærði Helgi Jean sem er fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar systurnar þær systur fyrir fjárkúgun. Helgi greindi frá því að þær hefðu sakað hann um kynferðisbrot og krafist peninga gegn því að leggja ekki fram kæru til lögreglu. Meðal sönnunargagna var upptaka af samtali Helga við Malín. Malín sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún viðurkenndi að hafa tekið við peningunum en sagði að það hafi hún gert fyrir hönd systur sinnar. Þá kærði Hlín manninn fyrir nauðgun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Rannsókn á meintri fjárkúgun systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur á hendur Helga Jean Claessen er enn á borði rannsóknarlögreglu og mun líklega verða í nokkrar vikur til viðbótar. Runólfur Þórhallson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir það vera vegna þess að síma og tölvugögn hafi reynst mun umfangsmeiri yfirferðar en reiknað var með. Héraðssaksóknari mun bíða með að gefa út ákæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þar til rannsókn þessarri er lokið. Meginreglan er að afgreiða öll mál á sama sakborning saman og er það sérstaklega mikilvægt ef gefin er út ákæra. Verði hins miklar tafir á rannsókn lögreglu gæti saksóknari ákveðið að afgreiða málin sitt í hvoru lagi. Rannsókn lögreglu á tilraun systranna til að kúga fé úr Sigmundi Davíð lauk í október á síðasta ári og var málið þá sent til ríkissaksóknara. Um áramótin færðist málið til héraðssaksóknara þegar lögum um meðferð sakamála var breytt. Það var síðasta vor sem systurnar sendu bréf á heimili forsætisráðherra þar sem þær höfðu í hótunum og kröfðust peninga. Þær voru handteknar í júní þegar þær hugðust sækja féð. Nokkrum dögum síðar kærði Helgi Jean sem er fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar systurnar þær systur fyrir fjárkúgun. Helgi greindi frá því að þær hefðu sakað hann um kynferðisbrot og krafist peninga gegn því að leggja ekki fram kæru til lögreglu. Meðal sönnunargagna var upptaka af samtali Helga við Malín. Malín sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún viðurkenndi að hafa tekið við peningunum en sagði að það hafi hún gert fyrir hönd systur sinnar. Þá kærði Hlín manninn fyrir nauðgun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira