Noise gefur út nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. apríl 2016 10:15 Hljómsveitin Noise gefur út sína fjórðu plötu í dag. Mynd/Sigrún Kristín. Hljómsveitin NOISE gefur út sína fjórðu plötu, Echoes, í dag og mun af því tilefni spila á tónleikum í Tjarnarbíói 7. maí og Græna hattinum Akureyri 20. maí. Þar munu þeir spila plötuna í heild sinni. Hljómsveitin ætti að vera mörgum kunn t.d. fyrir lög eins og A Stab in the Dark, sem vakti mikla athygli á sínum tíma og var m.a. valið lag ársins á Sunset Island tónlistarverðlaununum og P.U.N.K, sem kom út fyrir tveimur árum og naut nokkurra vinsælda. Síðan þá hefur NOISE verið að spila töluvert í Evrópu og Bretlandi þar sem sveitin á sér dyggan aðdáendahóp auk þess að vinna hörðum höndum að nýju plötunni sem mun loksins líta dagsins ljós í dag. „Við tókum plötuna upp og mixuðum sjálfir í eigin stúdíói, Hljóðverki. Þetta er öðruvísi nálgun fyrir hljómsveitina; platan er órafmögnuð og við fengum strengjasveit Marks Lanegan í nokkur lög,“ segir Einar Vilberg, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, um nýjustu afurðina. Bandið skipa, auk Einars, þeir Stefán Vilberg bassaleikari, Þorvaldur Ingveldarson trommuleikari og Valdimar Kristjónsson sem spilar á píanó. „Það er verið að setja upp einhverjar dagsetningar í þýskalandi“ segir Einar aðspurður um hvort þeir stefni ekki út fyrir landsteinana í framhaldinu. Tónlist Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin NOISE gefur út sína fjórðu plötu, Echoes, í dag og mun af því tilefni spila á tónleikum í Tjarnarbíói 7. maí og Græna hattinum Akureyri 20. maí. Þar munu þeir spila plötuna í heild sinni. Hljómsveitin ætti að vera mörgum kunn t.d. fyrir lög eins og A Stab in the Dark, sem vakti mikla athygli á sínum tíma og var m.a. valið lag ársins á Sunset Island tónlistarverðlaununum og P.U.N.K, sem kom út fyrir tveimur árum og naut nokkurra vinsælda. Síðan þá hefur NOISE verið að spila töluvert í Evrópu og Bretlandi þar sem sveitin á sér dyggan aðdáendahóp auk þess að vinna hörðum höndum að nýju plötunni sem mun loksins líta dagsins ljós í dag. „Við tókum plötuna upp og mixuðum sjálfir í eigin stúdíói, Hljóðverki. Þetta er öðruvísi nálgun fyrir hljómsveitina; platan er órafmögnuð og við fengum strengjasveit Marks Lanegan í nokkur lög,“ segir Einar Vilberg, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, um nýjustu afurðina. Bandið skipa, auk Einars, þeir Stefán Vilberg bassaleikari, Þorvaldur Ingveldarson trommuleikari og Valdimar Kristjónsson sem spilar á píanó. „Það er verið að setja upp einhverjar dagsetningar í þýskalandi“ segir Einar aðspurður um hvort þeir stefni ekki út fyrir landsteinana í framhaldinu.
Tónlist Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira