Fleiri reyna skipulagt að svíkja undan skatti Bjarki Ármannsson skrifar 15. apríl 2016 12:38 Skattrannsóknarstjóri segir vísbendingar um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga hér á landi. Umfangsmikil rannsókn á nokkrum verktakafyrirtækjum er eitt mál af um það bil tuttugu sem embættið hefur haft til rannsóknar í byggingariðnaðinum.Greint var frá því í gær að níu manns hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglu í vikunni. Aðgerðirnar sneru að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en heildarupphæðin sem talið er að hafi verið skotið undan nemur nærri milljarði króna. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra og er eitt af um tuttugu málum sem embættið hefur haft til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir mörg þeirra mála varða háar upphæðir. „Í mörgum þeirra tilvika er grunur um að skipulagða brotastarfsemi sé að ræða, það er að segja að verið sé með skipulögðum hætti að ná út fjármunum úr ríkissjóði,“ segir Bryndís. „Yfirleitt með þeim hætti að ekki er gerð grein fyrir virðisaukaskatti eða þá að innskattur er færður til frádráttar með óréttmætum hætti. Og stundum þannig að keðja undirverktaka sé sett upp í því skyni.“ Bryndís segir að svo virðist sem meira sé nú um skipulagða brotastarfsemi sem þessa, þar sem fyrirtæki vinna markvisst að því að ná fjármunum úr ríkissjóði. Þau mál geti reynst erfið rannsóknar. Tengdar fréttir Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri segir vísbendingar um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga hér á landi. Umfangsmikil rannsókn á nokkrum verktakafyrirtækjum er eitt mál af um það bil tuttugu sem embættið hefur haft til rannsóknar í byggingariðnaðinum.Greint var frá því í gær að níu manns hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglu í vikunni. Aðgerðirnar sneru að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en heildarupphæðin sem talið er að hafi verið skotið undan nemur nærri milljarði króna. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra og er eitt af um tuttugu málum sem embættið hefur haft til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir mörg þeirra mála varða háar upphæðir. „Í mörgum þeirra tilvika er grunur um að skipulagða brotastarfsemi sé að ræða, það er að segja að verið sé með skipulögðum hætti að ná út fjármunum úr ríkissjóði,“ segir Bryndís. „Yfirleitt með þeim hætti að ekki er gerð grein fyrir virðisaukaskatti eða þá að innskattur er færður til frádráttar með óréttmætum hætti. Og stundum þannig að keðja undirverktaka sé sett upp í því skyni.“ Bryndís segir að svo virðist sem meira sé nú um skipulagða brotastarfsemi sem þessa, þar sem fyrirtæki vinna markvisst að því að ná fjármunum úr ríkissjóði. Þau mál geti reynst erfið rannsóknar.
Tengdar fréttir Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17
Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47