Algjör gæsahúð Starri Freyr Jónsson skrifar 9. apríl 2016 08:00 "Ég á eftir að verða eins og fermingarstúlka á Justin Bieber tónleikum. Mun öskra, grenja, hlæja og syngja með öllum lögunum," segir Siggi Hlö. MYND/VILHELM Ást útvarpsmannsins og stuðboltans Sigga Hlö á hljómsveitinni ELO hefur ekki farið fram hjá dyggum hlustendum þáttarins Veistu hver ég var? undanfarin ár. Á morgun sunnudag rætist loks langþráður draumur Sigga þegar hann sér sveitina á tónleikum í Manchester í Englandi ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum. „Ég byrjaði að hlusta á ELO tólf ára gamall og þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þá á tónleikum. Ég á eftir að verða eins og fermingarstúlka á Justin Bieber tónleikum. Mun öskra, grenja, hlæja og syngja með öllum lögunum. Ég hef skoðað lagalistann hjá þeim en túrinn hófst í þessari viku. Þessi lagalisti er gæsahúð fullorðna mannsins!“ Hljómsveitin ELO var stofnuð í Englandi árið 1970 af þeim Roy Wood og Jeff Lynne. Eftir brotthvarf þess fyrrnefnda stýrði Jeff Lynne sveitinni gegnum langt vinsældarskeið sem m.a. taldi 20 smáskífur sem náðu inn á topp 20 í heimalandinu og 15 smáskífur sem náðu inn á topp 20 í Bandaríkjunum. ELO hefur auk þess selt yfir 50 milljónir platna á heimsvísu. Jeff Lynne, leiðtogi ELO, sést hér á tónleikum með sveitinni á Wembley Arena í London árið 1978.MYND/GETTY Besta hljómsveit heims Hann segir melódíuna í tónlistinni og uppbyggingin laganna gera ELO að bestu hljómsveit heims. „Þessi þétta samvinna á milli hljóðgervla og strengja. Hughrifin við að renna einni ELO plötu í gegn er eitthvað sem menn verða bara að upplifa sjálfir. Viðlögin! Þetta eru svona „feel-good“ lög.“ Fyrstu kynni Sigga af ELO voru gegnum bíómyndina Xanadu í Laugarásbíói árið 1980. „Þá tíðkaðist hvorki Dolby né THX en mig rámar í að Laugarásbíó hafi sett upp tólf hátalara kerfi til að koma hljómnum betur til skila. Þetta þótti hin mesta tæknibylting. Þarna kynnist ég lögum eins og Don't Walk Away, All Over the World og auðvitað Xanadu sem Olivia Newton John söng með þeim.“ Ári síðar eignaðist hann plötuna TIME sem pabbi hans keypti erlendis. „Þarna var allt í einu komin hljómsveit sem á einhvern undarlegan hátt sameinaði áhuga minn á klassískri tónlist og metnaðarfullri popptónlist. Fyrsta uppáhaldslagið mitt með ELO var The way life´s meant to be af plötunni TIME.“ Nú var ekki aftur snúið. Siggi varð sér út um fyrri verk sveitarinnar, plöturnar Out of the blue og Discovery. „Maður gat hlustað í marga klukkutíma á þessar plötur ásamt því að velta fyrir sér plötuumslögunum sem þóttu nokkuð framúrstefnuleg. Allt eitthvað svo útpælt. Og lögin maður! Við erum að tala um perlur eins og Mr. Blue Sky, Jungle, Last train to London og Midnight Blue. Þetta kunni maður betur en Faðir vorið á sínum tíma.“ Nálægt goðinu Tónleikarnir á morgun verða haldnir í MEN Arena í Manchester. „Ég keypti eina dýrustu miða hússins til að tryggja að ég sé eins nálægt goðinu og hugsast getur. Ég lá inn á vef Ticketmaster þegar miðasala hófst en ég er í aðdáendaklúbbi Jeff Lynne og fékk að kaupa í forsölunni. Ferðafélagar okkar hjóna eru líka miklir ELO aðdáendur og svo má geta þess að Obbý, kona mín, er eiginlega meiri aðdáandi en ég en það er svo sem engin samkeppni.“ Margt annað verður gert sér til skemmtunar um helgina enda er Manchester ein af upphálds borgum Sigga. „Það er reyndar leiðinlegt að Manchester United séu ekki að spila á heimavelli þessa helgi en við hjóninum eigum sitt hvorn ársmiðann á Old Trafford. En við erum með frábærum ferðafélögum og ætlum að kynnast mat og menningu borgarinnar.“ Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Ást útvarpsmannsins og stuðboltans Sigga Hlö á hljómsveitinni ELO hefur ekki farið fram hjá dyggum hlustendum þáttarins Veistu hver ég var? undanfarin ár. Á morgun sunnudag rætist loks langþráður draumur Sigga þegar hann sér sveitina á tónleikum í Manchester í Englandi ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum. „Ég byrjaði að hlusta á ELO tólf ára gamall og þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þá á tónleikum. Ég á eftir að verða eins og fermingarstúlka á Justin Bieber tónleikum. Mun öskra, grenja, hlæja og syngja með öllum lögunum. Ég hef skoðað lagalistann hjá þeim en túrinn hófst í þessari viku. Þessi lagalisti er gæsahúð fullorðna mannsins!“ Hljómsveitin ELO var stofnuð í Englandi árið 1970 af þeim Roy Wood og Jeff Lynne. Eftir brotthvarf þess fyrrnefnda stýrði Jeff Lynne sveitinni gegnum langt vinsældarskeið sem m.a. taldi 20 smáskífur sem náðu inn á topp 20 í heimalandinu og 15 smáskífur sem náðu inn á topp 20 í Bandaríkjunum. ELO hefur auk þess selt yfir 50 milljónir platna á heimsvísu. Jeff Lynne, leiðtogi ELO, sést hér á tónleikum með sveitinni á Wembley Arena í London árið 1978.MYND/GETTY Besta hljómsveit heims Hann segir melódíuna í tónlistinni og uppbyggingin laganna gera ELO að bestu hljómsveit heims. „Þessi þétta samvinna á milli hljóðgervla og strengja. Hughrifin við að renna einni ELO plötu í gegn er eitthvað sem menn verða bara að upplifa sjálfir. Viðlögin! Þetta eru svona „feel-good“ lög.“ Fyrstu kynni Sigga af ELO voru gegnum bíómyndina Xanadu í Laugarásbíói árið 1980. „Þá tíðkaðist hvorki Dolby né THX en mig rámar í að Laugarásbíó hafi sett upp tólf hátalara kerfi til að koma hljómnum betur til skila. Þetta þótti hin mesta tæknibylting. Þarna kynnist ég lögum eins og Don't Walk Away, All Over the World og auðvitað Xanadu sem Olivia Newton John söng með þeim.“ Ári síðar eignaðist hann plötuna TIME sem pabbi hans keypti erlendis. „Þarna var allt í einu komin hljómsveit sem á einhvern undarlegan hátt sameinaði áhuga minn á klassískri tónlist og metnaðarfullri popptónlist. Fyrsta uppáhaldslagið mitt með ELO var The way life´s meant to be af plötunni TIME.“ Nú var ekki aftur snúið. Siggi varð sér út um fyrri verk sveitarinnar, plöturnar Out of the blue og Discovery. „Maður gat hlustað í marga klukkutíma á þessar plötur ásamt því að velta fyrir sér plötuumslögunum sem þóttu nokkuð framúrstefnuleg. Allt eitthvað svo útpælt. Og lögin maður! Við erum að tala um perlur eins og Mr. Blue Sky, Jungle, Last train to London og Midnight Blue. Þetta kunni maður betur en Faðir vorið á sínum tíma.“ Nálægt goðinu Tónleikarnir á morgun verða haldnir í MEN Arena í Manchester. „Ég keypti eina dýrustu miða hússins til að tryggja að ég sé eins nálægt goðinu og hugsast getur. Ég lá inn á vef Ticketmaster þegar miðasala hófst en ég er í aðdáendaklúbbi Jeff Lynne og fékk að kaupa í forsölunni. Ferðafélagar okkar hjóna eru líka miklir ELO aðdáendur og svo má geta þess að Obbý, kona mín, er eiginlega meiri aðdáandi en ég en það er svo sem engin samkeppni.“ Margt annað verður gert sér til skemmtunar um helgina enda er Manchester ein af upphálds borgum Sigga. „Það er reyndar leiðinlegt að Manchester United séu ekki að spila á heimavelli þessa helgi en við hjóninum eigum sitt hvorn ársmiðann á Old Trafford. En við erum með frábærum ferðafélögum og ætlum að kynnast mat og menningu borgarinnar.“
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira