Að vinna Edduna var hálf óraunverulegt Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 08:00 Birna Rún leikkona hlaut Edduverðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki. „Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016. Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016.
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira