Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 07:00 Karlmennirnir þrír eru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú. Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Hann er fjórði aðilinn sem sætir gæsluvarðhaldi fram á föstudag að óbreyttu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir fjórðu handtökuna og gæsluvarðhald yfir honum í samtali við Vísi. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Athygli vekur að maðurinn, sem er lögmaður og var handtekinn á mánudag, var mættur í skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum, karlmanni sem handtekinn var ásamt öðrum manni og konu fyrir helgi. Öll voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Lögmaðurinn var hins vegar handtekinn við skýrslutökuna á mánudag þar sem hann er grunaður um aðild að málinu. Var hann í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið kom upp í síðustu viku eftir ábendingu frá fjármálastofnun um óeðlilega millifærslu með peninga og greindi Vísir frá málinu á mánudagsmorgun. Samkvæmt heimildum Vísis var farið í handtökur að lokinni greiningarvinnu. Var bankareikningum meðal annars lokað en heildarupphæðin sem til rannsóknar er nemur um 50 milljónum króna. Leikur grunur á að meðal annars sé um peningaþvætti að ræða með millifærslum á milli landa.Tæp sjö ár í fangelsi fyrir kynferðisbrot Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Sá heitir Gunnar Rúnar Gunnarsson og er á 43. aldursári. Brot sem Gunnar Rúnar hefur hlotið dóma fyrir telja vel á annan tug. Þar á meðal hefur hann verið dæmdur samanlagt í sex ára og tíu mánaða fangelsi fyrir þrjú kynferðisbrotamál, bæði fyrir brot gegn ungum stúlkum og andlega veikri konu. Þá var fjallað um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis í fyrra í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra.“ Hinir karlmennirnir eru um og yfir fertugt. Annar var handtekinn ásamt Gunnari Rúnari og konu, sem fréttastofa þekkir ekki deili á, í aðgerðum lögreglu fyrir helgi. Lögmaðurinn var svo handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags líkt og hin þrjú.
Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Rannsókn héraðssaksóknara teygir anga sína út fyrir landsteinana. Upphæðin mun nema í kringum 50 milljónum króna. 29. febrúar 2016 09:00