Fótbolti

Svona mun ný íþróttahöll Barcelona líta út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Barcelona
Barcelona tilkynnti í gær hvernig ný íþróttahöll Barcelona mun líta út þegar hún verður fullbúin.

Um glæsilega tólf þúsund manna íþróttahöll er að ræða sem mun taka við af hinni gömlu Palau Blaugrana, sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti.

„Þessi höll mun hjálpa okkur að ná því takamarki að verða stærsta íþróttafélag í heimi,“ sagði Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, á kynningu félagsins í gær.

Íþróttahöllinn mun nýtast þeim fjölmörgu liðum sem eru starfrækt undir merkjum Barcelona, svo sem í handbolta, körfubolta og hokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×