Fótbolti

Galatasary í bann frá Evrópukeppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wesley Sneijder er á mála hjá Galatasaray.
Wesley Sneijder er á mála hjá Galatasaray. Vísir/Getty
Samkvæmt fréttum í Tyrklandi hefur Galatasaray verið dæmt í eins árs bann frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

UEFA tilkynnti í janúar að félagið hefði brotið reglur um rekstur knattspyrnufélaga - að of mikill taprekstur væri á félaginu.

Sambandið hefur þó ekki staðfest fréttina en það var tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV sem greindi frá þessu í morgun.

Galatasaray keppti í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili og endaði í þriðja sæti í sínum riðli. Liðið fór þá í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar og féllu þar úr leik eftir 4-2 samanlagt tap gegn Lazio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×