Fótbolti

Ein þekktasta íþróttakona Bandaríkjanna ætlar að gefa heilann sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chastain fagnar sigurmarki sínu í vítaspyrnukeppninni á úrslitaleik HM 1999.
Chastain fagnar sigurmarki sínu í vítaspyrnukeppninni á úrslitaleik HM 1999. Vísir/Getty
Brandi Chastain, ein þekktasta íþróttakona Bandaríkjanna, ætlar að gefa heilann sinn til rannsókna eftir hennar dag.

CTE-sjúkdómurinn hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár en hann hefur fundist í heila margra íþróttamanna sem hafa orðið fyrir ítrekuðum höfuðáverkum. Er það sérstaklega algengt á meðal fyrrum leikmanna í NFL-deildinni en einnig fleiri íþróttagreinum.

Sjá einnig: Nitján daga hvíld eftir heilahristing

Chastain er 47 ára og hætt að spila fótbolta en vonast til að með sínum aðgerðum nái hún að breyta málum til hins betra.

Brandi Chastain.Vísir/Getty
„Það er óhugnalegt að hugsa til þess hversu oft ég hef skallað bolta og alla mögulega heilahristingana sem ég hef fengið en ekki verið greindir,“ sagði hún en Chastein er í hópi þeirra sem vilja reglur um að börnum yngri fjórtán ára verði bannað að skalla bolta.

Sjá einnig: Akraborgin: Þarf að auka fræðslu

Einkenni CTE geta mögulega verið minnisleysi, þunglyndi og heilabilun en engin íþróttakona hefur enn greinst með sjúkdóminn enn sem komið er. Kvikmyndin Concussion, sem sýnd var hér á landi nýverið, fjallar um þegar sjúkdómurinn var fyrst uppgötvaður í íþróttamönnum og tengdur við NFL-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×