Fótbolti

Ragnar og félagar héldu Hulk í skefjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar og félagar eru í 4. sæti rússnesku deildarinnar.
Ragnar og félagar eru í 4. sæti rússnesku deildarinnar. vísir/afp
Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar héldu hreinu gegn rússnesku meisturunum í Zenit þegar liðin mættust á Stadion Kuban, heimavelli Krasnodar í dag.

Ragnar byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður strax á 13. mínútu.

Ragnari og félögum tókst að halda aftur af Hulk og öðrum stjörnum í framlínu Zenit en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Liðin eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti deildarinnar með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×