Fótbolti

Fyrsta deildartap Nantes á árinu 2016

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn hefur skorað þrjú mörk í frönsku deildinni.
Kolbeinn hefur skorað þrjú mörk í frönsku deildinni. vísir/getty
Nantes, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði sínum fyrsta leik síðan 21. nóvember í fyrra þegar liðið beið lægri hlut fyrir Rennes, 4-1, í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Kolbeinn var í byrjunarliði Nantes en tókst ekki að finna netmöskvana. Landsliðsframherjinn var tekinn af velli þegar 18 mínútur voru til leiksloka.

Ousmane Dembélé skoraði þrennu fyrir Rennes sem var 4-0 yfir í hálfleik. Adryan lagaði stöðuna á 60. mínútu en nær komst Nantes ekki.

Kolbeinn og félagar eru í 8. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 28 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×