Fótbolti

Sterkur sigur hjá Norsjælland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson. mynd/nordsjælland
Guðmundur Þórarinsson var í sigurliði í Danmörku í kvöld en lið Harðar Björgvins Magnússonar gerði jafntefli á Ítalíu.

Guðmundur var í liði Nordsjælland sem lagði meistara Midtjylland að velli, 2-1. Guðmundur fór af velli er hálftími lifði leiks.

Nordsjælland er í áttunda sæti af tólf liðum en Midtjylland er í fjórða sæti og mátti illa við að tapa þessum stigum í toppbaráttunni.

Hörður Björgvin byrjaði á bekknum hjá Cesena en kom af honum á 53. mínútu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Salernitana sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Skellur fyrir Cesena sem er í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×