„Það er mjög þéttur og flottur kjarni sem hefur einstakt dálæti á þýskri kvikmyndagerðarlist sem mætir alltaf. Þetta eru fyrstu kvikmyndadagarnir sem var byrjað með í Bíói Paradís og við höfum alveg frá upphafi gert þetta í góðu samstarfi við Goethe-stofnunina og þýska sendiráðið. Þetta hefur alltaf tekist ákaflega vel enda höfum við alltaf leitast við að hafa þetta fjölbreytt. Erum að sýna það ferskasta og besta en með áherslu á fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Mér finnst ákaflega erfitt að gera upp á milli myndanna sem við erum með í ár. Við erum með sex nýjar og spennandi myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur að bjóða. Það er líka rétt að fólk viti af því að það er enskur texti á öllum myndunum svona fyrir þá sem eru ekkert of sterkir í þýskunni.“
Hún fjallar um hvernig nýnasistarnir urðu til í Þýskalandi, uppruna þeirra og uppgang, en þremur árum eftir fall Berlínarmúrsins hófust miklar óeirðir gegn innflytjendum í borginni Rostock í Austur-Þýskalandi. Árásir voru gerðar á flóttamannabúðir í jaðri borgarinnar. Þremur dögum eftir árásirnar náði þessi ólga hámarki þegar þrjú þúsund mótmælendur, nýnasistar, kveiktu í búðum þar sem Víetnamar höfðust við.
Myndin er byggð á þessum atburðum og er afar sjónræn og spennandi reynsla. Þetta er svart-hvít mynd þar sem leikstjórinn, Burhan Qurbani, leyfir hverju skoti að lifa og nær að láta senurnar skila reiðinni og kraftinum sem ólgaði undir í samfélaginu. Mjög spennandi mynd.“