Fótbolti

Eigandi Bröndby úthúðaði þjálfurum og leikmönnum á spjallborði undir dulnefni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Per Rud, til vinstri, og Jan Bech Andersen, til hægri.
Per Rud, til vinstri, og Jan Bech Andersen, til hægri. Samsett mynd/Vísir/Getty
Jan Bech Andersen, eigandi og stjórnarformaður danska stórliðsins Bröndby, hefur orðið uppvís að því að hann hefur í nokkrun tíma hefur hann tekið þátt í umræðum á spjallborði á stuðningsmannavef liðsins undir dulnefni.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Danmörku en í morgun var staðfest að Thomas Frank er hættur sem aðalþjálfari liðsins. Jan Bech Andersen birti svo í morgun yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem hann baðst afsökunar á hegðun sinni á spjallborðinu.

Danska blaðið Ekstra Bladet hefur fengið staðfest að „Oscar“ sé í raun Bech Andersen sem hefur ekki sparað stóru orðin þegar kemur að því að gagnrýna bæði þjálfara og leikmenn félagsins. Hann hefur gagnrýnt leikmannakaup félagsins og meira að segja látið Johan Elmander, dýrasta leikmann Bröndby, fá það óþvegið.

Meðal þeirra sem eigandinn hefur gagnrýnt hvað mest er Per Rud sem þar til fyrr í þessum mánuði var yfirmaður knattspyrnumála og yfirþjálfari Þróttar.

Sjá einnig: Þróttarar ráða Dana sem yfirmann knattspyrnumála

„Per Rud var algjörlega 100 prósent vanhæfur. Að Aldo [Petersen, fyrrum stjórnarformaður Bröndby] hafi einn síns liðs tekið þá ákvörðun að ráða þjálfara sem hafði aldrei komið að þjálfun aðalliðs og er samtímis þúsundþjalasmiður hjá félagi sem hefur ekki gert neitt síðan á áttunda áratugnum er það heimskasta sem hefur verið gert. Og guð veit að það hefur kostað sitt.“

Bech Andersen kom upp um sig sjálfur. Hann setti inn færslu sem hann skrifað undir með eigin nafni en færslan var skráð á áðurnefndan Oscar.

Hann hefur neitað að tjá sig um málið, rétt eins og fulltrúar félagsins og Per Rud. Frétt Ekstra Bladet má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×