Fótbolti

Markalaust hjá Kolbeini og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í leik með Nantes.
Kolbeinn í leik með Nantes. vísir/getty
Menn reimdu ekki á sig markaskóna í leik Bastia og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ekkert mark var skorað í leiknum og Nantes er því enn í áttunda sæti deildarinnar.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Nantes í kvöld og lék allan leikinn.

Hann nældi sér í gult spjald á 77. mínútu. Aðeins þrjú skot fóru á markið samanlagt hjá báðum liðum sem segir sína sögu um sóknarþungann í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×