Fótbolti

Van Persie enn í landsliðskuldanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Danny Blind, landsliðsþjálfari Hollands, sniðgengur enn sóknarmanninn Robin van Persie. Blind tilkynnti lið sitt sem mætir Frakklandi og Englandi í vináttuleikjum í næsta mánuði og var Van Persie ekki í þeim hópi.

Van Persie er markahæsti leikmaður Hollands frá upphafi með 50 mörk í 101 landsleik. En Blind mun frekar stóla á leikmenn eins og Klaas-Jan Huntelaar, Luuk de Jong og Vincent Janssen, leikmann AZ, sem er nýliði í hollenska landsliðinu. Van Persie var ekki heldur valinn í landsliðið þegar Holland mætti Wales í nóvember.

Blind er þegar byrjaður að hugsa um undankeppni HM 2018 enda komst Holland ekki á EM 2016 í Frakklandi. Ísland var í riðli með Hollendingum og unnu báða leiki liðanna í undankeppninni. Ísland fór sem kunnugt er upp úr riðlinum ásamt Tékkum.

Alls eru 28 leikmenn í landsliðshópi Hollands og eru þeir Arjen Robben og Wesley Sneijder báðir í hópnum, sem og United-mennirnir Memphis Depay og Daley Blind.

Markverðir: Jasper Cillessen (Ajax), Kenneth Vermeer (Feyenoord), Jeroen Zoet (PSV).

Varnarmenn: Virgil van Dijk (Southampton), Daley Blind (Manchester United), Mitchell Dijks (Ajax), Jeffrey Bruma (PSV), Daryl Janmaat (Newcastle), Timo Letschert (Utrecht), Erik Pieters (Stoke City), Jetro Willems (PSV), Joel Veltman (Ajax), Ron Vlaar (AZ).

Miðjumenn: Ibrahim Afellay (Stoke City), Riechedly Bazoer (Ajax), Jordy Clasie (Southampton), Davy Klaassen (Ajax), Davy Propper (PSV), Wesley Sneijder (Galatasaray), Georginio Wijnaldum (Newcastle).

Sóknarmenn: Memphis Depay (Manchester United), Klaas-Jan Huntelaar (Schalke), Vincent Janssen (AZ), Luuk de Jong (PSV), Jurgen Locadia (PSV), Luciano Narsingh (PSV), Quincy Promes (Spartak Moscow), Arjen Robben (Bayern Munich).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×