Sérfræðingar fengnir til að bæta samskipti innan lögreglunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 22:47 Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins. Var það gert í samráði við yfirstjórn LRH en þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í svarinu segir að síðastliðið vor hafi verið ákveðið, í samráði við Sigríði Björk, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ábendingar bárust til ráðuneytisins um að svo væri. Eins og greint hefur verið frá skilaði ráðgjafinn skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Hann hafði tekið viðtöl við stjórnendur innan LRH og voru niðurstöður hans í kjölfar þeirra að skýrar vísbendingar væru um samskipta-og samstarfsvanda. Mat ráðgjafinn það sem svo að vandinn yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Taldi hann að ráðast þyrfti í aðgerðir „sem miðuðu að því að taka á umræddum vanda og mælti hann með því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fengi utanaðkomandi hlutlausan aðila sem yfirstjórn embættisins bæri fullt traust til,“ eins og segir í svari ráðherra. Í kjölfarið voru sérfræðingarnir ráðnir til að aðstoða við að bæta samskiptin. Rósa Björk spurði Ólöfu út í hvort samskiptavandinn hefði leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu en í svari hennar kemur fram að hafi svo verið hafi athygli ráðuneytisins ekki verið vakin á því. Þá telur ráðuneytið ekki ástæðu til að aðhafast neitt varðandi svokallað Hótel Frón-mál þar sem tálbeituaðgerð fór úrskeiðis og burðardýr hlaut 8 ára fangelsisdóm í Hæstarétti.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00 Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Fjögur mál er varða áreitni send til fagráðs Fagráð innan lögreglunnar stofnað til að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. 31. október 2015 09:00
Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu greindu Leifi Geir Hafsteinssyni vinnusálfræðingi frá ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra og þeim þótti óviðeigandi. 30. október 2015 08:00
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51