Lára Jóhanna hleypur í skarðið fyrir Vigdísi Hrefnu eftir slysið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Leikkonan Lára Jóhanna Jónsdóttir hleypur í skarðið fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur sem slasaðist illa á lokaæfingu leikverksins Hleyptu þeim rétta inn fyrr í þessari viku. Vísir/Valli „Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona kemur til með að að taka við aðalhlutverkinu fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, sem því miður getur ekki tekið þátt vegna slyssins,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, og bætir við að fólki hafi eðlilega brugðið þegar slysið varð. Frumsýna átti hrollvekjuna Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björnsdóttir á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, en frumsýningunni hefur verið frestað þar sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona sýningarinnar, ristarbrotnaði á vinstri fæti og hlaut tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu, fyrir framan nær fullan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona slasaðist illa á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.„Vigdís var að klifra í leikmyndinni þegar slysið varð, en hún hefur gert það oft áður, enda hluti af sýningunni, hún féll tvo og hálfan metra og lenti á millipalli á fótunum og í kjölfarið féll hún áfram aðra eins hæð, og skall flöt á sviðið,“ segir Ari. Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona hefur tekið þátt í fjölda leikverka bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu undanfarin ár en um þessar mundir leikur Lára Jóhanna í leikritinu Sporvagninn Girnd ásamt aðalhlutverki í sýningunni Í hjarta Hróa hattar sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur og hefur nú þegar verið bætt við fjölda sýninga vegna eftirspurnar. Búast má við að allt fari á fullt á næstu dögum til að koma Láru inn í hlutverk Vigdísar Hrefnu fyrir frumsýningardag. „Við þurftum að fresta frumsýningunni vegna slyssins og komum til með að frumsýna verkið 10. mars næstkomandi,“ segir Ari Matthíasson bjartsýnn á framhaldið. Menning Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona kemur til með að að taka við aðalhlutverkinu fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, sem því miður getur ekki tekið þátt vegna slyssins,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, og bætir við að fólki hafi eðlilega brugðið þegar slysið varð. Frumsýna átti hrollvekjuna Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björnsdóttir á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, en frumsýningunni hefur verið frestað þar sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona sýningarinnar, ristarbrotnaði á vinstri fæti og hlaut tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu, fyrir framan nær fullan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona slasaðist illa á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.„Vigdís var að klifra í leikmyndinni þegar slysið varð, en hún hefur gert það oft áður, enda hluti af sýningunni, hún féll tvo og hálfan metra og lenti á millipalli á fótunum og í kjölfarið féll hún áfram aðra eins hæð, og skall flöt á sviðið,“ segir Ari. Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona hefur tekið þátt í fjölda leikverka bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu undanfarin ár en um þessar mundir leikur Lára Jóhanna í leikritinu Sporvagninn Girnd ásamt aðalhlutverki í sýningunni Í hjarta Hróa hattar sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur og hefur nú þegar verið bætt við fjölda sýninga vegna eftirspurnar. Búast má við að allt fari á fullt á næstu dögum til að koma Láru inn í hlutverk Vigdísar Hrefnu fyrir frumsýningardag. „Við þurftum að fresta frumsýningunni vegna slyssins og komum til með að frumsýna verkið 10. mars næstkomandi,“ segir Ari Matthíasson bjartsýnn á framhaldið.
Menning Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01
Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00
Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30