Özil sló met sem Giggs og Gerrard áttu saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 15:30 Mesut Özil. Vísir/Getty Mesut Özil hefur verið í miklum stoðsendingaham á þessu tímabili og metin eru farin að falla. Mesut Özil hefur gefið 17 stoðsendingar á félaga sína í Arsenal í þeim 24 leikjum sem hann hefur spilað og vantar nú bara þrjár stoðsendingar til að jafna met Thierry Henry. Sautjánda stoðsendingin kom í sigrinum á Leicester City um helgina en hann lagði þá upp sigurmarkið fyrir Danny Welbeck. Annað met er hinsvegar í höfn hjá þýska landsliðsmanninum því hann hefur skapað fullt af færum sem liðfélögum hans í Arsenal hefur ekki tekist að nýta. Enska úrvalsdeildin heldur ekki bara utan um stoðsendingar heldur einnig sköpuð skotfæri, sem eru sendingar sem hefðu verið stoðsendingar, ef leikmaðurinn sem tók við sendingunni, hefði nýtt færið sitt. Þegar Mesut Özil lagði upp færið fyrir Danny Welbeck þá var hann að skapa 106. skotfærið fyrir félaga sinn í Arsenal-liðinu á leiktíðinni. Özil er nefnilega búinn að skapa 4,4 skotfæri að meðaltali í leik og er því búinn að bæta metið þótt að enn séu tólf leikir eftir. Í raun mætti aðeins gagnrýna leikmenn Arsenal fyrir það að nýta ekki færin enda hafa þeir þegar "eyðilagt" 88 stoðsendingar fyrir Özil í vetur. Gamla metið áttu þeir Ryan Giggs og Steven Gerrard saman. Báðir sköpuðu þeir 104 færi fyrir félaga sína, Giggs hjá Manchester United tímabilið 2006-07 og Gerrard fyrir Liverpool á tímabilinu 2007-08. Stoðsending Mesut Özil var reyndar fyrsta stoðsendingin hans á árinu 2016 og nú er að sjá hvort hann komist á sama skrið og fyrir áramót þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 11 leikjum frá 26. september til 21. desember.Mesut Özil has already beaten Giggs & Gerrard in the record for most chances created in one Premier League season! pic.twitter.com/jB1WfN2TpF— Arsenal DIRECT (@Arsenal_DIRECT) February 16, 2016 Retweet if you think that Mesut Özil will break Thierry Henry's assist record. pic.twitter.com/Ne9zhyVM1u— Arsenal Related ⚽ (@ArsenalsRelated) February 15, 2016 Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Mesut Özil hefur verið í miklum stoðsendingaham á þessu tímabili og metin eru farin að falla. Mesut Özil hefur gefið 17 stoðsendingar á félaga sína í Arsenal í þeim 24 leikjum sem hann hefur spilað og vantar nú bara þrjár stoðsendingar til að jafna met Thierry Henry. Sautjánda stoðsendingin kom í sigrinum á Leicester City um helgina en hann lagði þá upp sigurmarkið fyrir Danny Welbeck. Annað met er hinsvegar í höfn hjá þýska landsliðsmanninum því hann hefur skapað fullt af færum sem liðfélögum hans í Arsenal hefur ekki tekist að nýta. Enska úrvalsdeildin heldur ekki bara utan um stoðsendingar heldur einnig sköpuð skotfæri, sem eru sendingar sem hefðu verið stoðsendingar, ef leikmaðurinn sem tók við sendingunni, hefði nýtt færið sitt. Þegar Mesut Özil lagði upp færið fyrir Danny Welbeck þá var hann að skapa 106. skotfærið fyrir félaga sinn í Arsenal-liðinu á leiktíðinni. Özil er nefnilega búinn að skapa 4,4 skotfæri að meðaltali í leik og er því búinn að bæta metið þótt að enn séu tólf leikir eftir. Í raun mætti aðeins gagnrýna leikmenn Arsenal fyrir það að nýta ekki færin enda hafa þeir þegar "eyðilagt" 88 stoðsendingar fyrir Özil í vetur. Gamla metið áttu þeir Ryan Giggs og Steven Gerrard saman. Báðir sköpuðu þeir 104 færi fyrir félaga sína, Giggs hjá Manchester United tímabilið 2006-07 og Gerrard fyrir Liverpool á tímabilinu 2007-08. Stoðsending Mesut Özil var reyndar fyrsta stoðsendingin hans á árinu 2016 og nú er að sjá hvort hann komist á sama skrið og fyrir áramót þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 11 leikjum frá 26. september til 21. desember.Mesut Özil has already beaten Giggs & Gerrard in the record for most chances created in one Premier League season! pic.twitter.com/jB1WfN2TpF— Arsenal DIRECT (@Arsenal_DIRECT) February 16, 2016 Retweet if you think that Mesut Özil will break Thierry Henry's assist record. pic.twitter.com/Ne9zhyVM1u— Arsenal Related ⚽ (@ArsenalsRelated) February 15, 2016
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira