Gylfi Þór: Hefðum alltaf þegið sjö stig úr þremur leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Swansea í 1-1 jafntefli gegn West Bromwich Albion í gærkvöldi og var valinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína. Markið hans Gylfa Þórs hefði átt að vera sigurmark leiksins en WBA jafnaði metin í uppbótartíma eftir mikinn darraðadans í teignum. „Þetta var svolítið svekkjandi því við vorum einu marki yfir þegar lítið var eftir. Þetta var svekkjandi, en á móti fannst mér við spila vel á móti þeim,“ sagði Gylfi Þór í viðtali við heimasíðu Swansea eftir leik. „Við réðum vel við löngu sendingarnar þeirra fram völlinn og sendingarnar inn á teiginn þar til alveg undir lokin. Við erum mjög svekktir með þetta en við þyggjum sjö stig úr síðustu þremur leikjum.“ Sjáðu markið hjá Gylfa Þór: Gylfi og félagar eru á fínum skriði á nýju ári og eru búnir að fá sjö stig úr síðustu þremur leikjum. „Við erum að spila betur og búa til fleiri færi. Því miður erum við ekki að nýta færin okkar nógu vel. Við áttum skot í stöngina í stöðunni 1-0. Mark þar hefði gengið frá leiknum,“ sagði Gylfi Þór. „Það jákvæða er að við erum að ná í stig. Við eigum núna framundan nokkra heimaleiki þar sem við getum vonandi safnað fleiri stigum.“ Ítalinn Alberto Paloschi var keyptur til Swansea í janúarglugganum frá Chievo og hann átti stóran þátt í markinu sem Gylfi skoraði í gær. „Hann virkar góður leikmaður. Hann er ekki stærsti framherjinn í bransanum en hann er tekknískur. Hann stóð sig vel og lítur vel út. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Gylfi Þór. Swansea á næst heimaleik gegn Crystal Palace sem fékk Tógómanninn Emmanuel Adebayor til sín fyrir loka félagaskiptagluggans. Gylfi þekkir hann vel frá Tottenham. „Þegar hann er í stuði er ekki hægt að spila á móti honum. Vonandi höldum við honum niðri og náum í einhver stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Swansea í 1-1 jafntefli gegn West Bromwich Albion í gærkvöldi og var valinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína. Markið hans Gylfa Þórs hefði átt að vera sigurmark leiksins en WBA jafnaði metin í uppbótartíma eftir mikinn darraðadans í teignum. „Þetta var svolítið svekkjandi því við vorum einu marki yfir þegar lítið var eftir. Þetta var svekkjandi, en á móti fannst mér við spila vel á móti þeim,“ sagði Gylfi Þór í viðtali við heimasíðu Swansea eftir leik. „Við réðum vel við löngu sendingarnar þeirra fram völlinn og sendingarnar inn á teiginn þar til alveg undir lokin. Við erum mjög svekktir með þetta en við þyggjum sjö stig úr síðustu þremur leikjum.“ Sjáðu markið hjá Gylfa Þór: Gylfi og félagar eru á fínum skriði á nýju ári og eru búnir að fá sjö stig úr síðustu þremur leikjum. „Við erum að spila betur og búa til fleiri færi. Því miður erum við ekki að nýta færin okkar nógu vel. Við áttum skot í stöngina í stöðunni 1-0. Mark þar hefði gengið frá leiknum,“ sagði Gylfi Þór. „Það jákvæða er að við erum að ná í stig. Við eigum núna framundan nokkra heimaleiki þar sem við getum vonandi safnað fleiri stigum.“ Ítalinn Alberto Paloschi var keyptur til Swansea í janúarglugganum frá Chievo og hann átti stóran þátt í markinu sem Gylfi skoraði í gær. „Hann virkar góður leikmaður. Hann er ekki stærsti framherjinn í bransanum en hann er tekknískur. Hann stóð sig vel og lítur vel út. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Gylfi Þór. Swansea á næst heimaleik gegn Crystal Palace sem fékk Tógómanninn Emmanuel Adebayor til sín fyrir loka félagaskiptagluggans. Gylfi þekkir hann vel frá Tottenham. „Þegar hann er í stuði er ekki hægt að spila á móti honum. Vonandi höldum við honum niðri og náum í einhver stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira