Hviður gætu farið upp í 50 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:10 Vegagerðin býst við að loka þurfi Hellisheiði og Þrengslum um og upp úr hádegi vegna veðurs. vísir/vilhelm Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Skil sem nálgast landið úr suðri valda því að stormur mun ganga yfir í dag og fram á morgundaginn. Vegir munu loka víða, og hefur Suðurlandsvegi frá Skaftafelli að Jökulsárlóni nú þegar verið lokað. Þá hefur kennsla verið felld niður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eftir hádegi. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það bæti í vindinn hægt og rólega núna fyrir hádegi en svo muni hvessa ört eftir hádegið. „Veðrið verður í hámarki síðdegis sunnan til á landinu og þessu fylgir snjókoma og slydda, og rigning syðst. Svo ganga þessi skil norður eftir þannig að það verður orðið vont veður þar í öðrum landshlutum í kvöld. Veðrið hangir þarna norðan og norðvestan til fram eftir morgundeginum og þá fer ekki að lægja á Vestfjörðum fyrr en seint á morgun,“ segir Helga í samtali við Vísi.Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar er talið að veruleg snjóflóðahætta skapist á norðanverðum Vestfjörðum þegar óveðrið skellur á núna síðdegis og þá er spáð snjókomu þar í nótt og fram á morgundaginn. Nú þegar er talin mikil hætta en með því er verið að vara fólk við flóðahættu utan alfaraleiðan. Óvissuástandi er hins vegar lýst yfir þegar byggð getur verið í hættu en því hefur ekki verið lýst enn og því ekki fyrirhugað að rýma nein hús. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist mjög grannt með framvindu mála á Vestfjörðum og verður almannavarnanefnd þegar kölluð saman ef ástæða þykir til.Snarpar hviður í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Í ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búast megi við hviðum að allt að 40 til 50 metrum á sekúndu um klukkan 14 í dag í Öræfum, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vegna slæmrar veðurspár verður Hringvegi 1 því lokað frá klukkan 12 í dag frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá áætlar Vegagerðin jafnframt að vegna óveðursins megi búast við því að grípa þurfi til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þannig eru líkur á því að um um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og Mosfellsheiði. Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er einnig líklegt að loka þurfi Vesturlandsvegi um Kjalarnes.
Veður Tengdar fréttir Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04 Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Von á stormi og búist við lokunum á Suðvesturlandi Spáð er austanstormi eða roki, allt að 28 metrum á sekúndu, síðdegis í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu syðst. 4. febrúar 2016 07:04
Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. 4. febrúar 2016 07:14