Sanngjörn krafa að fólk leggi sig fram við að tala íslensku Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 11:34 Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira