Rokkperlur sungnar af kór Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2016 13:00 Rokkkórinn lofar stuði á fyrstu tónleikum sínum næstkomandi föstudag. Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“ Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira