Hrói höttur sópar að sér verðlaunum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:00 Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar, er hæstánægður með verðlaunin. Vísir/Ernir Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn. Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn.
Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47
Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18