Tveir mættust sem til voru í tuskið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:00 Logi Pedro mun meðal annars taka nokkra tónlistarmenn tali í hlaðvarpsþættinum Up North. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“ Tónlist Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“
Tónlist Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira