Tveir mættust sem til voru í tuskið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:00 Logi Pedro mun meðal annars taka nokkra tónlistarmenn tali í hlaðvarpsþættinum Up North. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“ Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust þegar spurt var um byggingu sem maður stökk fram af Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“
Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust þegar spurt var um byggingu sem maður stökk fram af Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira