Lífið

Gylfi um peningana: Treystir mest pabba sínum og bróður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi var gestur hjá Audda í síðasta þætti.
Gylfi var gestur hjá Audda í síðasta þætti. vísir
„Faðir minn og bróðir minn hafa verið að hjálpa mér mikið við þetta síðustu ár,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Swansea, í lokaþættinum af Atvinnumönnunum okkar en þar átti hann við fjármálahliðina á lífinu. Gylfi Þór er langlaunahæsti íslenski íþróttamaðurinn og þénar hann tæplega 500 milljónir á ári.

Sjá einnig: Laun landsliðsmanna: Viðar Örn þénar meira en Eiður Smári

Auðunn Blöndal fór á dögunum út til Swansea og hitti þennan magnaða leikmann.

„Auðvitað þarf maður ráðleggingar frá öðrum, aðallega þeim sem eru að vinna við viðskipti og peningamál. Það er frábært að vera með bróður minn og föður  í þessu. Ég held að maður finni ekki neinn annan sem maður treystir jafnvel og þeim.“

Hér að neðan má sjá skemmtilegt brot úr síðasta þætti. 


Tengdar fréttir

Gylfi langlaunahæsti íslenski íþróttamaðurinn

Gylfi Þór Sigurðsson, nýkrýndur Íþróttamaður ársins og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, er annað árið í röð launahæsti íslenski íþróttamaðurinn en Viðskiptablaðið hefur tekið þetta saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×