Mikil leynd yfir nýju hlutverki Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. janúar 2016 09:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson fær hvert stóra hlutverkið á fætur öðru þessa dagana. Vísir/Vilhelm Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30
Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00