Ólýsanleg tilfinning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. janúar 2016 09:00 Alda Dís Arnardóttir vissi alltaf að sig langaði til þess að starfa sem söngkona. Vísir/Ernir Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Sjá meira
Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Sjá meira