Gætir jafnvægis, þótt sagnfræðin sé honum kær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2016 11:00 Guðmundur Hálfdanarson lauk doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira